Facebook og Twitter ritskoða Bandaríkjaforseta – má ekki segja að kórónuveiran bitni minna á börnum en eldra fólki

Bæði Facebook og Twitter fjarlægja núna pósta Bandaríkjaforseta Donald Trumps og bera við að forsetinn dreifi „röngum upplýsingum um COVID-19.” Forsetinn hafði birt hluta af myndbandi af viðtali sínu við fréttastofu Fox þar sem hann sagði að „börn væru nánast ónæm” fyrir COVID-19.


Andy Stones talsmaður Facebook sagði í yfirlýsingu að „myndbandið innhéldi rangan skilning um að hópur fólks væri ónæmur fyrir Covid-19 og brýtur því í bága við stefnu okkar um skaðlegar fréttir af Covid.” Hann bætti því við að athugasemdir forsetans hefði brotið upplýsingareglur Facebook. Að lokað sé á Bandaríkjaforseta gerist oft en þetta er í fyrsta sinn sem lokað er á ummæli hans vegna kórónufaraldursins. 


Nick Pacilio hjá Twitter tilkynnti að tíst Trumps „hafi brotið gegn reglum Twitter varðandi rangar upplýsingar um COVID-19 og við ákváðum að fjarlægja það.”

Sem svar við þessum ritskoðunarofsóknum netrisanna gegn lýðræðislega kjörnum forseta Bandaríkjanna sagði Courtney Parella aðstoðarblaðafulltrúi í kosningabaráttu Trumps í viðtali við Epoch Times:

 „Enn einn dagur, enn ein birting yfirgengilegrar hlutdrægni Silicon Valley í garð þessa forseta, þar sem reglurnar gilda aðeins í eina átt. Félagsmiðlar eru ekki dómarar sannleikans. Forsetinn var að lýsa þeirri  staðreynd, að börn eru minna móttækileg fyrir kórónuveirunni.”


Helbrigðiseftirlit Bandaríkjanna í smitsjúkdómavörnum birti nýjar leiðbeiningar 27. júlí fyrir skóla landsins þar sem sagt er að ekki sé mikil hætta fyrir börn á skólaaldri að veikjast alvarlega.


Breitbart greinir frá því, að Facebook, Google/Youtube og Twitter hafi einnig ritskoðað myndband af blaðamannafundi lækna um kórónuveiruna en það myndband má sjá á heimasíðu Breitbart. Virðist taugaveiklun hafa gripið um sig hjá netrisunum vegna forsetakosninganna en netmiðlarnir vinna opið gegn endurkjöri Donald Trumps Bandaríkjaforseta.
Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila