Þora ekki að kæra hótanir til lögreglu eða taka „neikvæðar ákvarðanir“

Starfsmenn sveitastjórnafélaga í fleiri sveitarfélögum í Svíþjóða þora ekki eða veigra sér við að kæra hótanir til lögreglunnar. Sænska útvarpið skýrir frá þessu. Í Södertälje leikur grunur á að starfsmenn hafa tekið ákvarðanir gegn réttarfarslegu öryggi vegna hræðslu að sögn Önnu Flink öryggisyfirmanni sveitarfélagsins: „Réttarfarskerfinu stendur ógn af hræddum embættismönnum. Það er ómögulegt að taka ákvarðanir byggða á réttarfari þegar fólk er hrætt. Án þess að vita það tel ég að slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. Ég veit að komið er með hótanir í stíl með „ég veit nákvæmlega hvar börnin þín eiga heima,“ „ég veit í hvaða skóla börnin þín ganga.“ Slíkar hótanir leiða til þess að fólk er mjög varkárt við að koma með neikvæð skilaboð“ segir Anna Flink.

Ekot athugaði ástandið hjá öllum yfirmönnum öryggismála hjá 290 sveitarfélögum og 200 svöruðu. Samkvæmt svörunum óttast starfsmenn sveitarfélaganna að persónulegar upplýsingar sjáist í sambandi við kærur eða að viðkomandi starfsmaður velji af öðrum ástæðum að halda sér frá kærunni. Talið er að mjög margir geti verið í þessum sporum en lítil gögn til um málið. T.d. skrifar sveitarfélagið Eskilstuna að „allar hótanir og aðfarir að starsmönnum á að kæra en við vitum að starfsmenn gera það ekki af hræðslu.“ Kungsbacka skrifar að „sveitarstjórnin fái ekki alltaf að vita um ástandið og að starfsmenn þori ekki að vinna samkvæmt regluverkinu.“ Í sumum sveitarfélögum vantar öryggisreglur fyrir starfsmenn sem er hótað.

Yfirmenn öryggismála bæði í Södertälje og Borås segja að starfsmenn geti hafa tekið ákvarðanir á öðrum grundvelli en réttarfarslegum: „Í verstu tilvikum er um að ræða að viðkomandi þorir ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þá er maður á launum í starfi og tekur ákvarðanir sem engan veginn falla að regluverkinu. Þar litar þöggunarmenningin ákvarðanir,“ segir Anna Flink.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila