Þórólfur segir boltann um frekari aðgerðir hjá stjórnvöldum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú sé boltinn hjá stjórnvöldum, hvort og þá til hvaða aðgerða verði gripið til þess að reyna að stöðva þá þróun sem verið hefur í fjölgun smita að undanförnu ef þær aðgerðir sem nú sé unnið eftir muni ekki duga.

Á fundinum var Þórólfur spurður nánar út í hvað hann ætti við með þessum orðum því skilja mætti sem svo að hann hyggðist ekki skila minnisblaði til stjórnvalda eins og hann hafi gert hingað til. Þórólfur svaraði því til að hann myndi líklega skila minnisblaði til stjórnvalda en áherslur verði með öðrum hætti en áður.

Hann segir ljóst að þolinmæði almennings gagnvart sóttvarnaaðgerðum sé að minnka umtalsvert og því sé mikilvægt að stjórnvöld taki ákvarðanir um frekara framhald aðgerða.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila