Þrátt fyrir allan dauðaorðróm tísti Trump: „Kim Jong-un er við góða heilsu“

Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um veikindi og jafnevel andlát Kim Jung-un í Norður-Kóreu. Alls konar sögur og sumar þó nokkuð trúverðugar hafa verið á reiki um valdabaráttuna í kommúnistaflokknum í Norður-Kóreu og getgátur um að systir Kim Jong-un tæki völdin.

New York Post sagði að myndir af kommúnistaleiðtoganum nýverið væru „falskar“ og systir hans Kim Yo Jong, væri að taka við. Kim Jong-un var sagður „í dái“ í fleiri mánuði.

En Trump slær allt þetta niður í nýjasta tístinu í morgun: „Kim Jong-un er við góða heilsu. Vanmetið hann aldrei!“

Fyrir hálfum mánuði síðan birtist Kim Jong-un á fundi með flokksbræðrum sínum til að undirbúa sig fyrir fellibyl að sögn ríkisfjölmiðla í N-Kóreu. Myndir voru einnig teknar af honum eftir fellibylinn við athugun á skemmdum eftir fellibylinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila