Þrátt fyrir ríkulegar niðurgreiðslur með skattapeningum eru vindraforkuverin rekin með bullandi tapi

Þegar vindraforkustöðvarnar í Havsnäs í Svíþjóð voru tilbúnar í vinnslu fyrir 11 árum síðan, þá var það stærsti vindorkugarður Svíþjóðar með 47 vindmyllum. Þrátt fyrir ríkulegar niðurgreiðslur skattgreiðenda m.a. með kaupum á grænum rafmagnsvottorðum og engum starfsmannakostnaði, þá hefur fyrirtækinu sem á garðinn einungis tekist að sýna hagnað eitt ár af ellefu. Nýjasti ársreikningur Havsnäs Vindkraft AB, sem á vindmyllurnar, sýnir tap upp á 160 milljónir SEK eða tæpa 2,5 milljarða íslenskra króna fyrir síðasta ár.

Mattias Sjöberg forstjóri Vasa Vind sem rekur vindmyllugarðinn vill ekki segja neitt um tölurnar þegar staðarblaðið reynir að ná sambandi við hann. Í staðinn segir hann „að bransinn gangi vel og margir viljugir að fjárfesta.” Spurður að því, hverjir vilji fjárfesta án þess að fá neitt til baka, það segist hann ekki vilja svara. 2018 var fyrirtækið á barmi gjaldþrots og var bjargað fyrir horn með sérsamningi við lánardrottna. Í ársuppgjörinu segir að „umtalsverðir áhættuþættir séu til staðar sem geti leitt til afgerandi vafa um getu fyrirtækisins að halda starfseminni áfram.”

Kerfið með rafmagnsvottun ekkert annað en dulbúinn skattur

Þessi vindmylla varð úr leik við vindhviður og einn spaðinn vafðist um stólpann.

Vindmyllugarðurinn var á sínum tíma verkefni sem var fyrirmynd fyrir Strösmsunds sveitarfélagið og vindorkubransann í heild. Sjöberg segir, að þrátt fyrir skrif í ársreikningnum sem bendi til að félagið sé gjaldþrota „þá sé mikill áhugi á fjárfesta í nýjum vindmyllum.” Málið gæti verið, að með niðurgreiðslu skattgreiðenda gegnum rafmagnsvottorð, þá þurfi fyrirtækin einfaldlega ekki að vera rekin með neinum hagnaði. Kerfinu er best lýst sem dulbúinni skattlagningu til þess að auka tekjur raforkuframleiðenda grænnar raforku. Alltaf er hægt að lokka nýja fjárfesta á meðan rafmagnsframleiðendur fá beinar greiðslur úr ríkissjóði sem tryggir tekjur þeirra.

Rafmagnsframleiðandinn fær eitt raforkuvottorð á hverja framleidda megawattstund. Framleiðandinn selur vottorðið áfram til rafveita sem eru skuldbundnar að kaupa visst magn af vottorðum í hlutfalli við raforkusölu á sameiginlegum markaði í Svíþjóð og Noregi. Kostnaðurinn við raforkuvottorðin er síðan lagður á raforkuverðið til notandans.

Frosin vindmylla í Texas en helmingur þeirra fraus fast og hætti að framleiða rafmagn í kuldakasti nýlega.

Erlendir áhættufjárfestar mjólka sænska kerfið

Stærstu eigendur vindorkufyrirtækja eins og Havsnäs Vindkraft AB eru erlend fjárfestingarfyrirtæki oft með höfuðstöðvar í Luxumburg eða í skattaparadísum. Með yfirfærslu „vaxta til móðurfélagsins” hverfur gróðinn og heimamenn sitja uppi með bókfært tap og ríkið þarf oft að koma til aðstoðar. Vextir eru skattfrjálsir, þannið að grænu olígarkarnir á heimsvísu moka skattfrjálsum milljörðum úr sænska raforkukerfinu á hverju ári. Se allt Evrópusambandið tekið fyrir er um grófan leik að ræða til að féflétta fólk og lönd gegnum svo kallaða „græna orkuendurnýjungu til að forðast heimsendi vegna loftslagsbreytinga.” Íslendingar sem þekkja svipað fyrirkomulag, þar sem átti að neyða gríðarlegum kostnaði upp á landsmenn gegnum skattaþjófnað í nafni gjaldþrota útrásarvíkinga ættu hér eins og á svo mörgum öðrum sviðum að læra af dýrkeyptri reynslu Svía. Þetta er það sem bíður með veru Íslands í Orkusambandi ESB.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila