Þrettándinn í ár: Örlagadagur Bandaríkjanna – tekist á um meint kosningasvindl á þinginu – mótmæli í Washington

Josh Hawley og Ted Cruz baráttuþingmenn Repúblikana sem vilja að þingið hnekki kosningasvindli í mörgum fylkjum.

Á morgun 6. janúar 2021, Þrettándanum, verður hart tekist á um meint kosningasvindl á Bandaríkjaþingi. Josh Hawley og Ted Cruz þingmenn Repúblikana standa fyrir þingsályktun um að atkvæði kjörmanna nokkurra fylkja verði gerð ógild og að þingið skipi sérstaka kjörnefnd til að gera neyðarúttekt á kosningunum í þeim fylkjum sem mestar deilur standa um. Donald Trump sagði á kosningafundi í Georgia í gær að deilur væru í átta fylkjum og bindur Bandaríkjaforseti vonir við að varaforsetinn Mike Pence sjái til þess að málið verði rætt á þinginu eins og lög og þingsköp segja til um.

Umræður í báðum þingdeildum og svo endanleg ákvörðun tekin á sameiginlegum þingfundi deildanna

Venjulega er staðfesting á kjörbréfum kjörmanna og talning atkvæða þeirra formsatriði á þinginu sem varaforsetinn heldur utan um – en ekki í þetta sinn. Ásakanir eru um stórfellt kosningasvindl Demókrata í nokkrum fylkjum. Allt frá fölsun atkvæða með pósti, brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna breytingu kosningalaga í ýmsum fylkjum, prentun atkvæðaseðla m.a. í Kína, hindrun á löglegri nærveru kosningaeftirlitsmanna Repúblikana í nokkrum fylkjum, svindlforriti í kosningavélum tengdum netinu með möguleika á íhlutun gegnum netið, stórfelldan atkvæðaþjófnað frá Trump með flutningi atkvæða Trumps yfir til Bidens, stöðvun talningar og heimsendingu starfsfólks en engu að síður talið áfram með nýjum sendingum atkvæðakassa með ómerktum bílum eða kassa sem áður var búið að fela á talningastofum ásamt fjölda annarra ásakana.

Búast má við umræðu í báðum deildum Bandaríkjaþings, fulltrúadeildinni og öldungardeildinni hvorri fyrir sig áður en gengið verður til sameiginlegs fundar beggja deilda þingsins til að taka ákvörðun um framhaldið. Það er því afgerandi örlagaríkur dagur, Þrettándinn, þessi jólin í Bandaríkjunum og verður að fara allt aftur til ársins 1877 til að finna samanburð, þegar þingið skipaði kjörnefnd með fimm öldungardeildarþingmönnum, fimm þingmönnum fulltrúardeildarinnar ásamt fimm hæstaréttardómurum.

Krafa Repúblikana á morgun er að löggildingu kjörmanna þeirra ríkja sem deilur standa um „verði frestað þar til niðurstaða tíu daga rannsóknar skipaðrar kjörnefndar lýkur.”

Stöðvum þjófnaðinn! MAGA mótmæli boðuð í Washington á morgun

Boðað hefur verið til útifundar til að mótmæla kosningasvindlinu undir slagorðinu „Stop the Steal!” í Washington á morgun kl. 11.00 að staðartíma. Trump tísti að hann myndi mæta: „Ég kem. Sögulegur dagur!” Hreyfing stuðningsmanna Trumps Make America Great Again – MAGA – stendur fyrir mótmælunum. Lögregan segist hafa lokað fjölda gatna vegna mótmælanna og í kvöld voru þingmenn hvattir til að leggja bílum sínum í neðanjarðar bílastæði og mæta fyrr í vinnuna en ella. Borgarstjóri Washingtonborgar, Muriel Bowser, Demókrati, hefur beðið um aðstoð þjóðvarðliðsins til að vera í viðbragðsstöðu ef eitthvað fer úrskeiðis. Sjá má á myndum að neðan að hundruðir mótmælanda voru mættir í kvöld fyrir mótmælin á morgun.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila