Þriðji hver Bandaríkjahermaður neitar að láta bólusetja sig

Einungis tveir af hverjum þremur bandarískum hermönnum láta bólusetja sig gegncovid-19. Myndin sýnir bandaríska hermenn við störf í Írak 2009.

Fréttastofan AFP segir að þriðji hver hermaður í Bandaríkjunum neiti að taka bóluefnissprautu gegn covid-19, þrátt fyrir töluverð veikindi innan hersins. John Kirby talsmaður Pentagon segir að ekki sé hægt að þvinga fólk til að bólusetja sig, því covid-19 bóluefnið sé einungis neyðarráðstöfun. „Við höfum lög sem takmarka möguleika okkar til að gera bólusetningu bindandi fyrir hermenn okkar og fjölskyldur þeirra” segir Kirby.

Samkvæmt Kirby hafa nær ein milljón manns innan hersins látið bólusetja sig. Jafnframt segir hann að hlutfall þeirra sem neita að bólusetja sig sé á pari við það sem algengt er hjá íbúunum. „Við í hernum bókstaflega endurspeglum bólusetningartölurnar í samfélaginu” sagði Kirby við fréttamenn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila