Þriðji hver starfsmaður elliheimila í Helsingborg vill ekki taka sprautuna – Móderatar vilja reka lækna sem ekki láta bólusetja sig

Í Svíþjóð neitar þriðji hver starfsmaður elliheimila í Helsingborg að taka sprautuna segir sænska sjónvarpið. Annika Andersson segir að ýmsar ástæður m.a. ótti við aukaverkanir og skortur á upplýsingum hafi áhrif á fólk sem vill þá bíða með að taka sprautuna. Lousie Ressner hjá verkalýðsfélagi Helsingborgar segist fá töluvert af símtölum frá meðlimum sem hafa áhyggjur af því að láta bólusetja sig. Vekalýðsfélagið telur hættu á því, að þeir sem neiti sprautunni verði fluttir til í störfum eða missi þau alfarið. „Við fáum merki um það að meðlimir okkar upplifi þrýsting bæði frá vinnurekandanum og samfélaginu um að taka sprautuna“ segir Louise Ressner. 

Foringi Móderata í Svíþjóð vill reka lækna sem ekki láta bólusetja sig

Í Svíþjóð ræðst foringi Móderata gegn læknum og starfsfólki sjúkrahúsa sem vilja ekki láta bólusetja sig. Ulf Christersson flokksformaður Móderata segir í viðtali við sænska útvarpið að ríkisstjórn Svíþjóðar verði að setja reglur um að starfsfólk sem ekki vilji bólusetja sig verði flutt úr störfum og/eða sagt upp störfum. Segir hann að tíminn sé naumur gagnvart fjöldabólusetningu sem hefst í maí í Svíþjóð. 

Slík þvingandi lög ganga gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hvers einstaklings sem sjálfir ákveða hvaða bóluefni þeir vilja fá eða ekki. WHO hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við ofurtrú á að bólusetning geti komið í veg fyrir smitun, bólusettir geta engu að síður smitað aðra með covid-19 þótt þeir kenni einskis mein sjálfir. 

Svíþjóðardemókratar krefjast skaðabóta frá ríkinu til þeirra sem skaðast vegna aukaverkana af bólusetningu

Við annan tón kveður hjá Svíþjóðardemókrötum sem benda á að sjúkratryggingar í Svíþjóð bæta ekki tjón vegna aukaverkana av bóluefni Moderna gegn covid-19. Benda þeir á afleiðingar af bólusetningu gegn Svínainflúensunni en 400-500 manns veiktust af taugasjúkdómum í kjölfar bólusetningarinnar og urðu óstarfhæf. Standa mörg þeirra enn í deilum við sænska ríkið um að fá skaðabætur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila