Þriðji orkupakkinn og mögulegt samstarf við þjóðverja á sviði orkumála rætt á ársfundi Orkustofnunar

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir atvinnuvega og nýsköpunarráðherra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir atvinnu og nýsköpunarráðherra segir það spennandi kost að eiga samstarf við þjóðverja á sviði orkuskipta og loftslagsmála, til dæmis þegar kemur að vetnisframleiðslu. Þetta kom fram í máli Þórdísar á ársfundi orkustofnunar sem fram fór á dögunum. 

Ráðherrann greindi frá því að fyrr í vikunni hefði fulltrúar íslenskra og þýskra stjórnvalda átt fund um áherslur þjóðanna á þessu sviði og hugsanlega möguleika á samstarfi. Þau mál eru nú til frekari skoðunar og hugsanlega er tíðinda að vænta á næstunni hvað það varðar. Auk þessara atriða fjallaði ráðherrann um ýmis önnur atriði á sviði orkumála sem ráðuneytið væri að vinna að. Þá sagði Þórdís að í kjölfar innleiðingar á 3. orkupakka ESB á seinasta ári, hafi Raforkueftirlit Orkustofnunar orðið sjálfstæð og aðskilin eining innan Orkustofnunar sem tekist hefði vel.

Í erindi orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar var m.a. fjallað um 3. orkupakkann og óvægin veðurskilyrði í lok sl. árs sem höfðu mikil áhrif á flutnings- og dreifikerfi raforku og rafmagnsleysi um lengri og skemmri tíma. Víða um land stóðust innviðir raforkukerfisins ekki það álag sem skapaðist vegna fárviðra með seltu og ísingu sem hlóðust á flutningsmannvirki. Hann sagði að okkur vilja gera vel og að landsmenn búi við sem best raforkuöryggi.

Við megum hins vegar ekki blekkja okkur sjálf. Við verðum alltaf að verða viðbúin að hvar sem er á landinu geti rafmagnsnotendur þurft að þola rafmagnsleysi til lengri eða skemmri tíma. Á hverju heimili þarf að vera viðbúnaður þannig að menn geti haft til reiðu ljós, verið í fjarskiptasambandi og hlustað á útvarp. Þar sem menn búa afskekkt geta menn búist við að samgöngur geti lokast um lengri tíma, þar þarf einnig að vera fyrir hendi varakynding og einfaldur búnaður til matargerðar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila