Þrír handteknir vegna manndrápsmálsins í Rauðagerði

Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í gær í tengslum við manndrápsmálið í Rauðagerði. Í aðgerðum lögreglu voru meðal annars framkvæmdar húsleitir á nokkrum stöðum á landinu.

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að við aðgerðirnar hafi lögreglan meðal annars notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og annara lögregluembætta.

Eins og fram hefur komið er talið að málið tengist einhvers konar valdabaráttu skipulagðra glæpahópa. Lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila