Þrír í haldi vegna manndrápsrannóknar

Þrír Karlmenn eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á andláti karlmanns sem lést eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás fyrir utan heimili sitt á föstudaginn langa.

Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins segir að tilkynning um málið hafi borist lögreglu kl. 8.51 að morgni föstudagsins langa, en málsatvik hafi+ í fyrstu verið mjög óljós.

Þá segir í tilkynningunni að rannsóknin sé á frumstigi og því sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort gæsluvarðhalds verði krafist yfir mönnunum þremur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila