Þrír látnir hérlendis eftir að hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19

Tilkynnt hefur verið um þrjú tilvik þar sem einstaklingur sem þegið hefur bólusetningu hefur látist skömmu eftir bólusetningu. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þar er meðal annars rætt við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar sem staðfesti andlátin.

Í máli Rúnu kemur fram að enn sé ekki ljóst hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetningar einstaklinganna og andláts þeirra en einstaklingarnir vor allir aldraðir og með undirliggjandi sjúkdóma.

Rúna segir að málið muni ekki hafa áhrif á framgang bólusetningaráætlunar stjórnvalda. Þá segir Rúna að mikilvægt sé að hafa í huga að nú fari fram bólusetning á viðkvæmasta hópi samfélagsins. Rúna staðfestir að alls hafi borist 16 tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnisins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila