Þrír stórir bílaframleiðendur og verkalýðsfélögin vernda persónufrelsi starfsmanna og hafna þvingandi bólusetningarskipun Joe Biden

Það skiptir engu máli, hversu forsetinn æsir sig og hækkar róminn, – fylki eftir fylki, fyrirtæki eftir fyrirtæki og dómstólar neita að hlýða valdboði hans um afnám mannréttinda og atvinnu 86 milljóna Bandaríkjamanna.

Bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Stellantis hafa gert samkomulag, um að meðlimir United Auto Workers verkalýðsfélaganna verði ekki neyddir til að taka lögboðna bólusetningu sem skilyrði til að halda störfum eins og Hvíta húsið og Joe Biden hafa fyrirskipað með minnst sagt umdeildu valdboði.

Staða bólusetningarmála starfsmanna verður áfram einkamál hvers og eins og fyrirtækin bjóða upp á persónulega og frjálsa upplýsingagjöf. Tilkynningu starfshóps fyrirtækjanna og verkalýðshreyfingarinna má sjá að hluta hér að neðan og einnig hlekkur í tilkynninguna í heild sinni.

UAW – Sameiginlegi verkefnahópurinn, sem samanstendur af UAW, Ford, General Motors og Stellantis, samþykkti á fundi á mánudagskvöldið, þá COVID-19 stefnu að bólusetningarmál starfsmanna væri trúnaðarmál hvers og eins og upplýsingar einungis veittar og meðhöndlaðar af frjálsum vilja. Mun hvert fyrirtækjanna veita starfsmönnum sínum nánari kynningu um hvernig, hvar og hvenær á að ræða bólusetningarstöðu sína.

Auk þess að hvetja félagsmenn til að upplýsa um bólusetningarstöðu sína, heldur starfshópurinn áfram að hvetja alla meðlimi, vinnufélaga og fjölskyldur þeirra til að láta bólusetja sig og fá örvunarbólusetningar gegn COVID-19 og skilja samtímis og virða, að persónulegar ástæður geta komið í veg fyrir að sumir meðlimir láti bólusetja sig eins og t.d. heilsufarsvandamál eða trúarskoðanir.

Sjá nánar hér

Deila