Þrjú sprengjuódæði í Suður–Stokkhólmi á einni viku

Sprengjuódæði eru hversdagslegir í Svíþjóð og hefur hinn glerharði vopnaði raunveruleiki glæpahópanna síast inn að merg venjulegra Svía.

Síðustu vikuna voru tvö sprengjuódæði framin í Farsta í suðurhluta Stokkhólmssvæðisins. Að auki var ein sprenging í Skogås i Huddinge. Aðfararnótt miðvikudags 21. apríl sprakk sprengja við útidyr fjölbýlishús í Farsta strand og á föstudaginn var enn sprengt í Farsta, í þetta sinn á íbúðarsvölum í Farsta Larsboda aðeins sunnar. Þá var sprengja sprengd í íbúðarhverfi í Skogås í Huddinge á laugardagsmorgun

Sprengingarnar eru skilgreindar sem almenn eyðileggingarstarfsemi. Anna Westberg fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi segir í viðtali við sænska sjónvarpið að „við erum að athuga, hvort um samband sé að ræða milli þessarra sprenginga en það er enn of snemmt að segja nokkuð um það.“

Einn handtekinn grunaður um þáttöku í ódæðunum

Lögreglunni tókst núna um helgina að handtaka einn mann sem hún telur að sé viðriðinn sprengingarnar. Lars-Erik Hedberg hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að „okkur tókst að handtaka einn mann og saksóknari gaf út handtökuskipun hans.“ Segir Lars-Erik að maðurinn sé grunaður um sprengingarnar í Farsta og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Lögreglan og fólk frá sprengjudeildinni hafa verið við störf um helgina og farið í íbúðir fólks m.a. í Haninge og verður haldið áfram að eltast við og finna þá seku.

Tæma þurfti fleiri íbúðir

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar varð síðari sprengjan í Farsta kl. 03.40 föstudaginn og hafði óþekktum hlut verið komið fyrir á eða við íbúðasvalir í húsinu. Enginn særðist í sprengingunni en nærliggjandi rúður brotnuðu og tvær svalir eyðilögðust. Íbúar í nærliggjandi íbúðum voru fluttir annað meðan sprengjudeild lögreglunnar rannsakaði vettvanginn, því talin var hætta á fleiri sprengingum. Sem betur fór var svo ekki og íbúarnir gátu seinna snúið aftur heim.

Aljörlega óviðunandi ástand

Lögreglan mun hafa aukna gæslu í Farsta næstu dagana og safna upplýsingum ásamt því að róa íbúana og koma í veg fyrir fleiri ofbeldisverk. Yfirvöld hafa opnað húsnæði, þar sem fólk er til staðar til að ræða við óttaslegna íbúa.

Katrin Kjellén Ekstrand yfirmaður svæðadeildar lögreglunnar í Farsta segir: „Að tvær sprengjur gerast í íbúðahverfum Farsta með nokkurra daga millibili og með mikilli hættu fyrir að fólk skaðist er algjörlega óásættanlegt. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna ódæðismennina og sjá til þess að þeir fái dóm samkvæmt lögum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila