Peningarnir streyma til Grétu Thunberg – fær eina milljón evra fyrir „þrautseiga baráttu fyrir mannkynið”

Loftslagsaktívistinn Gréta Thunberg er nefnd til fjölmargra verðlauna m.a. friðarverðlauna Nóbels.

Gréta Thunberg fékk nýlega 1 milljón evra og portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin „fyrir mannkynið.” Thunberg hefur áður hlotið fjöldann allan af viðurkenningum m.a. tilnefningu sem „samviskusendiherra” Amnesty International, verðlaun Right Livelihood, umhverfisverðlaun Norræna ráðherraráðsins, Alþjóðleg friðarverlaun barna, valin persóna ársins á forsíðu The Times og í tvígang nefnd til friðarverðlauna Nóbels. 


Jorge Sampaio formaður dómnefndar Gulbenkian-verðlaunanna fyrir mannkynið sagði að:

 „hvernig Grétu Thunberg hefur tekist að virkja yngri kynslóðina fyrir loftslagið og hin þrautseiga barátta hennar við að breyta hlutunum gera hana að einni þýðingarmestu persónu á okkar tímum.”


Þetta er í fyrsta sinn sem þessum verðlaunum fyrir mannkynið er úthlutað og var auðvelt fyrir dómsnefndina að velja Grétu úr hópi 136 tilnefndra einstaklinga frá 43 löndum. 


Gréta segist ætla að styrkja ýmis loftslagssamtök í heiminum og einnig baráttuna gegn kórónaveirunni. 


Jorge Sampaio formaður dómnefndar er fyrrum stjórnmálamaður Sósíalistaflokksins í Portúgal og var forseti Portúgal frá 1996 til 2006. 
Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila