Þurfum að vera vakandi og verja fólk gagnvart upplýsingasöfnun tæknirisa

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna

Það er mjög mikilvægt að að vera vakandi fyrir þeirri miklu upplýsingasöfnun tæknirisa sem á sér stað, nú þegar nánast hver einasti maður á snjalltæki af einhverju tagi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Breka Karlssonar formanns Neytendasamtakanna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Breki segir að ákveðin blekking eigi sér stað af hálfu tæknirisanna í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum um fólk, upplýsingum sem oftast eru notaðar í viðskiptalegum tilgangi.

Hann segir að þetta eigi sér til dæmis stað þegar fólk sækir svokölluð öpp í snjalltæki sín.

þá koma fram ákveðnir skilmálar þegar þú hleður niður öppunum sem langflestir samþykkja, oft án þess að leiða hugann að því hvað verður um þessar upplýsingar sem verið sé að safna “ segir Breki.

Hann segir að fyrirtækin sem deili út umræddum öppum láti líta út fyrir að skilmálarnir séu nokkurs konar samningur sem notandinn skrifi undir með því að haka í reit.

þetta eru auðvitað engir samningar því notandinn verður að veita samþykki sitt ef hann vill geta notað öppin„, segir Breki.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila