Þúsundir mótmæla kínverskum háskóla í Búdapest

SVT greindi frá því, að þúsundir Ungverjar fóru út á stræti Búdapest s.l. laugardag og mótmæltu fyrirhugaðri bygginu nýs kínversks háskóla í Búdapest. Um er að ræða fyrsta kínverska háskólann í Austur-Evrópu, Fudan háskólann, sem alfarið verður undir stjórn Kommúnistaflokks Kína og fylgir kínverskum lögum um kennslugögn og kennslu. Peter Kreko hjá hugmyndasmiðju Political Capital í Búdapest segir, að „Kína fær hér fjöldann af stórum samningum til fyrirtækja sinna, þeir veita lán til ungverska ríkisins til hárra vaxta og auka stjórnmálaáhrif sín á sama tíma.“

„Svik! – Við neitum að verða kínversk nýlenda!“

Rannsóknarblaðamenn frá Direkt36 hafa upplýst, að háskólinn muni kosta um 1,8 milljarða dollara og 20% komi frá skattgreiðendum, afgangurinn er 1,5 milljarða dollara lán frá kínverskum banka. Meirihluti vinnuaflsins við byggingarframkvæmdirnar kemur frá Kína og einnig mestur hluti byggingarefnis.

Á skiltum mótmælenda mátti sjá boðskap eins og „Svik! og Við neitum að verða kínversk nýlenda!“ Segja mótmælendur fjármunum skattgreiðenda betur varið í að byggja eigin háskóla í staðinn fyrir kínverskan.

Breyting á götunöfnum t.d. „Frelsið Hongkong–gatan“ í nágrenni háskólans vekur reiði valdahafanna í Peking

Einn þeirra sem er andvígur byggingu kínverska háskólans í höfuðborginner er borgarstjórinn Gergely Karácsony. Í mótmælaskyni hefur hann látið breyta að minnsta kosti þremur götunöfnum í nágrenni við nýja háskólann: „Frelsið Hongkong-gatan,“ „Gata úígúrísku fórnarlambanna“ og „Dalai Lama-gatan.“ Gergely Karácsony segir að „verkefnið er slæmt fyrir alla þá, sem vilja ekki sjá á eftir skattagreiðslum sínum til að þjóna hagsmunum kínverska kommúnistaflokksins.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila