Þúsundir sóttu ólöglega útihátíð í Brussel – óeirðalögreglan beitti vatnsbyssum og táragasi

Farið er að bera á mikilli covidþreytu meðal ungmenna í Belgíu. Þúsundir söfnuðust saman í stærsta garði Brussels á útihátíð 1. maí en óeirðalögreglan kom á vettvang vopnuð vatnsbyssum, kylfum og táragasi og tvístraði hópnum.

Uppfærð frétt 20.30: Lögreglan handtók 132 einstaklinga og um 15 manns bæði þáttakendur á útihátíðinni og lögreglumenn særðust í átökunum að sögn fréttastofu AP.

Ungmenni í þúsundatali hunsuðu bann forsætisráðherra Belgíu og mættu á óleglegri útihátíð 1. maí í Brussel. Óeirðalögreglan beitti vatnsbyssum og táragasi og á myndböndum má sjá þegar hundruðir óeirðalögreglumanna fara inn í Bois de la Cambre, stærsta garðinn í miðbænum. Hin ólöglega útihátíð gekk undir nafninu „La Boum 2″ til að mótmæla lokunar- og takmörkunarreglum vegna kórónupestarinnar.

Myndbönd á netinu sýna óeirðalögregluna keyra inn í garðinn og sprauta vatni á fólkið og reyna að tvístra hópnum. Lögreglan í Brussel tilkynnti 17:25 á Twitter að hún myndi halda áfram að rýma garðinn. Sagði lögreglan að fólkið virti ekki reglur um andlitsgrímur og fjarlægð milli einstaklinga. Margir mótmælendur sögðu aðgerðir lögreglunnar „yfirdrifnar“.

Forsætisráðherra Belgíu, Alexander De Croo, hafði áður hvatt fólk til að mæta ekki á útihátíðina en 9.000 höfðu tilkynnt komu sína á Facebook. Belgísk yfirvöld báðu Facebook að loka síðunni sem gert var s.l. fimmtudag.

Adam Parsons, fréttamaður Sky News, sagði í beinni frá Brussel: „Þessi garður, hann er lungan í miðborg Brussel. Þetta var blanda af fólki – margir í örvæntingu að komast út og hitta félagana. Svipuð útihátíð var stöðvuð af lögreglunni fyrir mánuði síðan. En það var líka fólk hérna sem var að mótmæla bólusetningu, andlitsgrímum og lokunum. Fólk kom hingað þúsundum saman í trássi við bann forsætiráðherrans og lögreglunnar. Lögreglan var vopnuð a.m.k. 4 vatnsbyssubílum og það var mikið táragas. Þetta er tjáning gremju.”

Atburðurinn var „framhald“ af svipaðri útihátíð sem var skipulögð sem aprílgabb 1. apríl og dró þúsundir manna að Bois de la Cambre og endaði einnig í óeirðum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila