Þýsk skýrsla slær föstu: Ríkisstjórn Svíþjóðar ábyrg fyrir dauða þúsunda Svía

Dauðinn í mynd Ingmar Bergman „Sjöunda innsiglið” til vinstri. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til hægri.

Þýsk skýrsla þriggja vísindamanna, Benjamin Born, Alexander Dietrich och Gernot Müller, sýnir að sænska ríkisstjórnin og yfirvöld hefðu getað bjargað þúsundum mannslífa í Svíþjóð ef þau hefðu valið aðra leið í byrjun farsóttarinnar að sögn Expressen. Vísindamennirnir hafa skilgreint tölur allra landa í Vestur-Evrópu og notuðu algoryþma yfir svipuð lönd og Svíþjóð áður en þau beittu lokunum. Í fyrstu öldu veirunnar lét Svíþjóð samfélagið vera opið andstætt öðrum löndum í Evrópu og var sú ákvörðun varin af ríkissmitsjúkdómasérfræðingnum Anders Tegnell sem rétta leiðin. Samtímis fengu flug leyfi að fljúga frá Kína til Svíþjóðar án nokkurs eftirlits. Tegnell fullyrti að ekkert flug væri frá Kína til Svíþjóðar á sama tíma og SAS og Air China flugu daglega milli Stokkhólms og Peking. Hélt hann því fram að vegna þess að engar flugsamgöngur væru frá Kína þyrftu Svíar ekki að óttast neitt.

Í fyrstu atlotunni dóu 5.800 einstaklingar í Svíþjóð segir í skýrslunni sem Süddeutsche Zeitung birti. Segir að hægt hefði verið að bjarga um 2.000 mannslífum, ef yfirvöld hefðu valið harðari takmarkanir frá upphafi. Frá þessu greinir einng ABC-fréttir í Noregi. Samkvæmt skýrslunni hefði fjöldi smitaðra verið 75% færri ef ríkisstjórn Svíþjóðar hefði kosið lokanir eins og ákveðið var í Noregi 12. mars í fyrra. Það var ekki fyrr en í annarri og þriðju lotunni, þegar fjöldi látinna snarhækkaði, að Stefan Löfven forsætisráðherra ákvað strangari takmarkanir til að stöðva útbreiðslu smits.

14.048 manns hafa dáið í Covid-19 fram að þessu í Svíþjóð. Það má bera saman við 2.489 látna í Danmörku, 914 í Finnlandi og 756 í Noregi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila