Húsleitir í Þýskalandi vegna hryðjuverkaógnar

Þýska lögreglan framkvæmdi húsleit á nokkrum heimilum í Berlín, Brandenburg,Thüringen og Norður-Rín í morgun vegna upplýsinga um að Íslamskir öfgamenn væru að undirbúa hryðjuverkaárás.

Aðgerðir lögreglunnar eru liður í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn hryðjuverkum en talið er að rúmlega ellefu þúsund öfga íslamistar hafist við í landinu. Viðbúnaðarstig er í gildi í landinu þar sem óttast er að öfgamenn láti til skarar skríða en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhverjir hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í morgun.

Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hvort vopn eða annar búnaður hafi fundist á þeim stöðum þar sem húsleitir fóru fram.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila