Þýskaland tapar mestu ef ESB þráteflir Bretum úr sambandinu án samnings

Þýzkaland er þegar farið að finna fyrir Brexit, þótt Bretland sé enn ekki komið út og ef Bretar fara út án samnings við ESB getur það þýtt á annað hundrað þúsund glataðra starfa í Þýskalandi. ESB hefur táldregið Breta, fjárkúgað og hótað öllu illu ef Bretar vilji ekki borgar stórar fjárhæðir og skrifa undir samning sem að miklu leyti skyldar Breta áfram með margar af þeim kvöðum sem þeir höfðu áður eins og t.d. að gefa eftir fiskimið sín til ESB. En stund sannleikans rennur brátt upp og ef Boris Johnsons gefur ekki eftir á síðustu metrunum, er allt útlit fyrir að ESB þrátefli Bretum út úr sambandinu án samnings 31. desember 2020. Án samninga falla viðskipti ofurríkis ESB og Bretlands undir viðskiptareglur World Trade Organisation sem gæti þýtt gjöld á margar vörur.

Útflutningur Þýskalands til Bretlands féll 11% ár 2019 miðað við 2015

Ný skýrsla Jörg Krämer aðalhagfræðings risabankans Commerzbank sýnir að Þjóðverjar eru þegar byrjaðir að tapa á viðskiptum við Breta, því verðmæti útflutnings Þýskalands til Bretlands hafði fallið 11% árið 2019 miðað við 2015 og áður en kórónufaraldurinn braust út. Á sama tímabili jókst útflutningur Þýskalands um 15%. Stærsti hlutinn er í bílaiðnaði sem svarar allt að þriðjungi útflutningsverðmæta til Bretlands. Stærsta fallið varð í lyfjaframleiðslu en á sama tíma jókst útflutningur lyfja um 20% í Þýskalandi. Fari Bretar út úr ESB samningalausir mun það verða sérlega skaðlegt fyrir Þýskaland með allri bílaframleiðslu eins og Audi, BMW, Mercedes-Benz, Porsche og Volkswagen.

Merkel þrýstir á Breta að gefast upp og skrifa undir

Merkel hefur reynt að þrýsta á Boris Johnson að víkja frá stefnu sinni um samningalausa útgöngu náist ekki að semja fyrir árslok. „Við höfum beðið Bretland um að vera opin fyrir málamiðlun svo hægt verði að lenda samningi. Það þýðir að sjálfsögðu að við verðum einnig að gera málamiðlun“ sagði Merkel nýlega. Forsætisráðuneyti Bretlands varaði áfram við „stórum gjám“ í samningaviðræðum ESB og Bretlands. Fulltrúi forsætisráðherra Breta sagði í gær að „umræður halda áfram í London og samningamenn vinna hörðum höndum að því að brúa þær stóru gjár sem enn eru á milli okkar.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila