Þýskur verðlaunahöfundur: „Fjöldainnflutningurinn ógnar sjálfsímynd Þýskalands“

Þýski verðlaunahöfundurinn Uwe Tellkamp gagnrýnir harðlega umfangsmikla fjöldainnflutninga til Þýskalands og segir, að þýsk menning sé við það að hverfa með skiptingu fólksins. (Mynd Smalltown Boy/George Laoutaris CC 2.0)

Þjóðverjar komnir í minnihluta í Frankfurt

Þýski verðlaunahöfundurinn Uwe Tellkamp segir í viðtali við við Süddeutsche Zeitung:

„Ég vil ekki hafa það eins og er í Frankfurt, ég vil ekki sjá það ástand, sem við sjáum í Frankfurt“

Sérstaklega er búist við því í Frankfurt, að Þjóðverjar séu nú þegar orðinn minnihlutahópur í borginni en Frankfurt hefur lengi verið notuð sem aðvörun um neikvæðar afleiðingar alls fjöldainnflutnings fólks til Þýskalands.

Höfundurinn segir jafnframt, að samtímis því sem hann beri virðingu fyrir öðrum menningarheimum, þá vilji hann engu að síður varðveita sinn eigin. En það verður sífellt erfiðara, þegar Þjóðverjar verða stöðugt minna hlutfall þjóðarinnar. Hann telur heldur ekki, að flestir farandverkamenn sem koma til Þýskalands geri það vegna þess að þeir eru að flýja stríð eða jafnvel taldir vera raunverulegir flóttamenn.

95 % eru ekki að flýja stríð heldur flytja til Þýskalands til að komast inn á félagsbótakerfið

„Flestir (flóttamenn) eða yfir 95% eru ekki að flýja stríð eða kúgun heldur flytja hingað til að komast inn í félagslega stuðningskerfið.“

Tellkamp hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af íbúaskiptum í Þýskalandi og meðal annars skrifað undir opið bréf, þar sem hann segir hinn ólöglega fjöldainnflutning valda landinu miklu tjóni. Tellkamp hefur lýst yfir stuðningi við þá, sem mótmæla hömlulausum fólksinnflutning til Þýskalands. Hann hefur einnig gagnrýnt, að samtök sem reyna að minnka eða stöðva fjöldainnflutninginn séu stimpluð sem nasistar og pólitískir öfgamenn af þýskum fjölmiðlum.

Verðlaunahöfundurinn er fæddur og uppalinn í Austur-Þýskalandi kommúnismans og einna þekktastur fyrir skáldsögu sína „Turninn“ frá 2008. Sagan fjallar um lífið undir stjórn kommúnista og var af útgefendum og bókasölum valin þýðingarmesta bók ársins í Þýskalandi það ár.

Deila