Til skoðunar að herða enn frekar samkomutakmarkanir

Til skoðunar er að herða enn frekar samkomutakmarkanir vegna mikillar fjölgunar Covid smita á síðasta sólarhring en þau voru 75. Fram kom á blaðamannafundi Almannavarna og sóttvarnalæknis í dag að ekki hafi jafn mörg smit greinst á einum sólarhring síðan 1.apríl og því væri viðbúið að herða samkomutakmarkanir.

Fram kom á fundinum að enn hafi enginn veikst alvarlega en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði líkur á að alvarleg einkenni gætu komið fram um viku frá smiti. Þórólfur ítrekaði að almenningur þyrfti að gæta þess nú sem aldrei fyrr að viðhafa eigin sóttvarnir með handþvotti og sprittun, gæta þess að vera ekki í margmenni og nota grímur ef farið væri á staði þar sem fólk væri í mikilli nálægð við hvort annað.

Hann sagði að það myndi skýrast á næsta sólarhring hvort og til hvaða aðgerða yfirvöld muni grípa, en sagði líklegt að frekari samkomutakmarkanir yrðu settar á. Smelltu hér til þess að skoða Covid.is.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila