Tilfinningaköld Liz Truss tilbúin að nota kjarnorkuvopn – jafnvel þótt það þýði „eyðingu alheims“

Þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, Liz Truss, heimsótti Kænugarð fyrr á árinu (mynd: Mfa.gov.ua).


Í lok ágúst, rétt áður en hún varð leiðtogi Bretlands, lýsti Liz Truss því yfir að hún væri tilbúin til að beita kjarnorkuvopnum ef þörf krefur. Hún virtist „tilfinningalaus“ þegar hún svaraði spurningunni, segir breska blaðið The Independent.

Nokkrum vikum áður en Liz Truss var kjörin leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands, var hún var spurð um notkun kjarnorkuvopna. Það myndi þýða „eyðingu alheims“ sagði fyrirspyrjandinn og benti á, að hann yrði líkamlega veikur sjálfur ef hann fengi það verkefni að ýta á kjarnorkuhnappinn. En fyrir Liz Truss var það bara smáræði í daglegum störfum forsætisráðherrans:

„Ég tel að það sé mikilvæg skylda, sem forsætisráðherra. Ég er tilbúin að gera það.“

Þannig svaraði Liz Truss kjarnorkuvopnaspurningunni og áhorfendur fögnuðu.

The Independent skrifar:

„Konan sem skömmu síðar varð leiðtogi landsins „virtist ósnortin af spurningunni um hvernig henni myndi líða að framkvæma „helför.“ Hún sagðist vera „fús til að ýta á kjarnorkuhnapp Bretlands ef nauðsyn krefði – jafnvel þótt það þýddi eyðingu alls heims.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila