„Tímabundin lausn” með kjarnorkuvopnadagskrá Íran að sögn fulltrúa IAEA

Mohammad Javad Zarif utanríkisráðherra Íran með Hassan Rohani forseta Íran. Þeir segjast ekki munu láta af kjarnorkuvopnaþróun í Íran fyrr en Bandaríkjamenn dragi tilbaka allar viðskiptahindranir.

Að sögn Rafael Grossi, yfirmanns Alþjóða kjarnorkuráðsins IAEA, á blaðamannafundi í Wien eftir heimsókn til Teheran, þá hefur verið gert „tímabundið samkomulag við Íran vegna kjarnorkusamningsins.” Utanríkisráðherra Íran Mohammad Javad Zarif segir engu að síður að „Bandaríkin verði að hætta við viðskiptaþvinganir gegn landinu til þess að Íran fylgi samningnum.”

Rafael Grossi segir að þriggja mánaða tímabundið samkomulag var gert við Íran sem leyfir áframhaldandi eftirlit með kjarnorkustörfum landsins. En eftirlitið verður takamarkað. „Samkomulagið er hægt að framkvæma og nota til að brúa mismunandi afstöðu okkar og bjargar ástandinu tímabundið” sagði Grossi.

Neita að fylgja samningnum nema að Bandaríkin hætti með viðskiptaþvinganir

Rafael Grossi yfirmaður Alþjóða kjarnorkuráðsins.

Mohammad Javad Zarif gaf í skyn fyrir viðræðurnar að Íran vildi komast hjá „kyrrstöðu.” Hann varaði samtímis við því að Íran gæti yfirgefið samninginn ef Bandaríkjamenn hættu ekki með viðskiptaþvinganir gegn landinu. „Þegar allir standa við sinn hlut af samkomulaginu getum við byrjað að ræða málin” sagði Zarif í íranska sjónvarpinu fyrir fundinn.

Kjarnorkusamningurinn 2015 var upprunalega á milli fimm föstu meðlima Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna ásamt Þýskalandi. 2018 ákvað þáverandi forseti Bandaríkjanna Donald Trump að Bandaríkin færu úr samningnum og beittu Íran viðskiptaþvingunum. Joe Biden vill ganga aftur að samningnum.

Samningurinn 2015 byggði á því að Íran hættir við að þróa kjarnorkuvopn gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Skv. samningnum má IAEA framkvæma ótilkynnt eftirlit í landinu til að ganga úr skugga um að Íran fylgi samningnum. Eftir 2018 hefur Íran ekki fylgt samningnum og í fyrra samþykkti íranska þingið að landið dragi sig úr samningnum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila