Tíu ESB-ráðherrar segja kjarnorku nauðsynlega til að minnka gróðurhúsalofttegundir og efla eigin orkuframleiðslu

Viðskiptaráðherra Finnlands, Mika Lintilä, er í fararbroddi talsmanna kjarnorku innan ESB. Ráðherrar tíu landa óttast að reglugerð ESB í orkumálum muni ekki viðurkenna kjarnorku sem umhverfisvænan kost í umbreytingu orkuframleiðslu yfir í „grænan“ ríkisbúskap ESB. (© Valtioneuvosto CC 4.0 skorin mynd).

ESB-ráðherrar tíu aðildarríkja ESB hafa sent framkvæmdastjórn ESB bréf, þar sem þeir segja, að líta beri á kjarnorku sem eina af lausnum til að minnka gróðurhúsalofttegundir og muni kjarnorkan á sama tíma efla orkugetu Evrópu. Veturinn nálgast og raforkuverðið fer hækkandi og miklar umræður eru í gangi um, hvernig hægt sé að minnka gróðurhúsalofttegundir með stöðugri orkuframleiðslu á annan hátt en með vindmyllum og vatnsafli. Margir benda á kjarnorkuna sem lausnina.

Undir hið sameiginlega bréf skrifa ráðherrar frá Finnlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Króatíu, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Tékkalandi og Ungverjalandi. Segja ráðherrarnir, að kjarnorkan eigi að vera hluti af pakka framkvæmdarstjórnar ESB fyrir haldbærri fjármögnun og „taxonomi“ ESB. (Taxonomi ESB er fjárfestingarstaðall ESB fyrir „grænar“ fjárfestingar, þar sem ESB stjórnar með ríkisbúskap „orkuskiptingu yfir í græna orku.“)

Ráðherrarnar fullyrða einnig, að ESB standi betur á eigin fótum í stað þess að vera háð orkuframleiðslu í löndum fyrir utan ESB.

„Kjarnorkar skiptir miklu máli“

Viðskiptaráðherra Finnlands, Mika Lintilä, skrifar undir bréfið fyrir hönd Finnlands. Hann upplýsir að umræður hafa farið fram um kjarnorkuna við hin aðildarríki ESB og einnig við framkvæmdastjórn ESB.  

Mika Lintilä segir í blaðatilkynningu: „Þegar iðnaðurinn og heilu samfélögin verða sífellt meira háð rafmagni, þá lyftir það fram þýðingu eigin raforkuframleiðslu. Kjarnorkan er mikilvægur hluti öruggrar orkuframleiðslu og rafmagnsframleiðslu án gróðurhúsalofttegunda í Finnlandi. Þess vegna vinnum við með öðrum löndum til að viðurkenna þýðingu kjarnorkunnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum.“

Lintilä segir: „Hækkandi orkuverð í Evrópu undirstrikar mikilvægi þess að losa okkur við jarðefnaeldsneyti. Hér skiptir kjarnorkan miklu máli ásamt endurnýjunarbærri orku. Sú reglugerð, sem verður samin hjá ESB, verður að stuðla að – en ekki bremsa orkuframleiðslu með lágri loftslagsmengun í Evrópu.“

Helstu stærstu fjölmiðlar í Evrópu hafa birt bréf ráðherranna m.a. þýska blaðið Die Welt, franska Le Figaro og ítalíenska La Repubblica.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila