Tíu handteknir í tengslum við umfangsmiklar vegabréfafalsanir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tíu einstaklinga í vegna rannsóknar á umfangsmiklu vegabréfafölsunarmáli. Þá hefur lögregla farið í nokkrar húsleitir vegna málsins, meðal annars hjá einu fyrirtæki þar sem gögn voru haldlögð. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hinir handteknu séu grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti. Mennirnir fengu úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá um mitt síðasta ár, en þegar þeir sóttu um nýskráningu vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf þeirra væru bæði fölsuð og stolin. Lögregla vinnur enn að rannsókn málsins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila