Tólf aðildarríki ESB krefjast raunverulegra landamæra í bréfi til framkvæmdastjórnarinnar

Tólf aðildarríki Evrópusambandsins telja Schengen lögin ekki halda vatni og vilja fá nýja/breytta reglugerð um landamæri. Vilja þau að „raunverulegum vörnum“ verði komið á sérstaklega við ytri landamæri ESB t.d. í formi veggja, gaddavírsgirðinga og annarra áþreifanlegra hindrana, svo ólöglegir innflytjendur geti ekki streymt inn í löndin. (© Gémes Sándor/SzomSzed, CC 3.0/Diliff CC 3.0).

Tólf aðildarríki Evrópusambandsins krefjast þess, að reglum Schengen verði breytt til að hægt verði að hafa „raunveruleg landamæri“ til að verja lönd sín. Eru kröfurna settar fram í bréfi til framkvæmdastjórnar ESB. Löndin sem skrifa undir bréfið eru Austurríki, Búlgaría, Kýpur, Tékkaland, Danmörk, Grikkland, Ungverjaland, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland og Slóvakía.

Bréfið, sem hafði yfirskriftina: „Réttarfarsleg aðlögun að nýjum raunveruleika,“ var sent til varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Schinas, innanríkiskommissjóners framkvæmdastjórnar ESB, Ylva Johansson ásamt forsætisnefnd Slóveníu sem fer með forsæti ESB þessa stundina. Bréfið barst framkvæmdastjórninni fyrir fund innanríkisráðherra ESB fyrir helgi, þar sem flóttamannavandinn ásamt ytri landamærum sambandsins voru til umræðu.

Í bréfinu er vísað til nýlegra atburða við ytri landamæri ESB, sem leitt hafa í ljós vankanta núverandi reglugerðar til að standa gegn ólöglegum fólksinnflutningi, ólöglegum innflutningi fólks t.d. í stjórnmálalegum tilgangi eða af öðrum ástæðum. Hér er m.a. um að ræða fjölda flóttamanna, sem Hvíta Rússland sendir áfram til ESB gegnum landamærin við Litháen, Lettland og Pólland í hefndarskyni við Brussel. Vilja bréfahöfundar að ytri landamæri ESB verði styrkt eins mikið og hægt er.

Er þá rætt um raunverulegar hindranir á landamærum aðildarríkja sem lausn á ástandinu, sem þá allt ESB nyti góðs af. Löndin 12 vilja að ESB fjármagni verkefnið og lyfti því í forgang. Ein krafa er að ekki eigi að vera hægt að misnota flóttamannastefnu ESB.

Deila