Síðdegisútvarpið: Tölvan dularfulla sem fannst á Alþingi var í eigu Birgittu Jónsdóttur

Sigurlaug Ragnarsdóttir blaðamaður og listfræðingur

Dularfull tölva sem fannst á Alþingi á árinu 2009 og engin vissi deili á, var í eigu Birgittu Jónsdóttur þáverandi þingmanns. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurlaugu Ragnarsdóttur blaðamanns og listfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigurlaug sem var mjög virk í búsáhaldabyltingunni og í baráttunni gegn Icesave umgekkst mikið Birgittu Jónsdóttur á þeim tíma sem málið kom upp en í þættinum ræddi Sigurlaug um efasemdir sínar um samskipti Birgittu við Wikileaks og Julian Assange, en lesa má nánar um þau samskipti með því að smella hér.

Á sínum tíma var mikið fjallað um hina dularfullu tölvu, tilurð og hlutverk hennar en tölvan var ómerkt og vildi enginn þingmanna eða starfsmenn þingsins gangast við eignarhaldi á henni. Að sögn Sigurlaugar var njósna og hlerunar búnaður inni í vélinni sem að öllum líkindum hafi verið komið þar fyrir af aðilum innan Wikileaks.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila