Andrea Bocelli með stórtónleika í Kórnum í vor

Andrea Bocelli mun halda tónleika í Kórnum í Kópavogi á næsta ári

Ítalski stórsöngvarinn og einn ástsælasti tenór heims Andrea Bocelli heldur stórtónleika í Kórnum í Kópavogi þann 23.maí á næsta ári. Bocelli tilkynnti  þetta á Twitter síðu sinni í morgun.

Í tilkynningu frá Senu um tónleikana segir að Kórnum í Kópavogi verði fyrir tæonleikana í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur.

Hljóð, skjáir og svið verða á heimsmælikvarða og ásamt Bocelli kemur fram 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir. Bocelli hefur notið mikilla vinsælda um heim allan undanfarin ár og hefur unnið með mörgum af stærstu tónlistarstjörnum heims og hefur Bocelli selt 90 milljónir hljómplatna á heimsvísu. 

Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara.

Hér að neðan má sjá nokkur af hans lögum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila