Helgi Björns færir sumarhátíð sína til haustsins

Helgi Björns

Tónlistarmaðurinn Helgi Björns og Hljómsveit hans hafa ákveðið að færa fyrirhugaða sumarhátíð sína til haustsins og verða þeir haldnir þann 28. ágúst næstkomandi. Þetta kom fram í máli Helga Björns síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum ræddi uppljóstraði Helgi meðal annars því að hann hefur meira gaman af því að skapa nýja tónlist heldur en að dvelja við eldri slagara sem flestir þetta

það er alveg svakalega gaman að skapa og ég hef meira gaman að því að skapa nýja tónlist heldur en pæla í gömlu tónlistinni„,segir Helgi.

Eins og flestir vita hefur Helgi ásamt félögum sínum undanfarin laugardagskvöld haldið heimatónleika þar sem boðið er upp á fjartónleika sem þjóðin getur horft á heima í stofu í gegnum Sjónvarp Símans og ætla þeir að halda áfram að bjóða upp á slíka tónleika.

Rétt er að benda lesendum á að þeir geta horft á tónleikana í sjónvarpi Símans næstkomandi laugardagskvöld kl.20:00. Þá er þeim sem hafa áhuga á að kaupa miða á sumarhátíð Helga að hægt er að kaupa miða á Tix.is með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila