Ólafur F. Magnússon sendir frá sér nýtt lag

Ólafur F. Magnússon tónlistarmaður, ljóðskáld, læknir og fyrrverandi borgarstjóri

Ólafur F. Magnússon tónlistarmaður, ljóðskáld, læknir og fyrrverandi borgarstjóri hefur sent frá sér nýtt lag sem ber heitið Ég finn til sælu. Ólafur sem var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag hefur eins og flestum er kunnugt látið mjög til sín taka á tónlistarsviðinu, og ekki síst við ljóðagerð en ljóð hans þykja afskapleg falleg og innihalda að öllu jöfnu kærleiksríkan boðskap.

Í hinu nýja lagi Ólafs má segja að fegurð landsins sé í brennidepli, eins og myndbandið með laginu ber með sér.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í spilaranum en einnig má sjá myndbandið við nýja lagið neðst í fréttinni. Lag og texti er eftir Ólaf, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir syngur en Vilhjálmur Guðjónsson annaðist útsetningu og hljóðfæraleik.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila