Transkonur fá ekki að taka þátt í sundkeppni kvenna

Alþjóða sundsambandið hefur tekið þá ákvörðun að transsundkonur eins og Lia Thomas fái ekki lengur að keppa í sundkeppni kvenna í alþjóðlegum keppnum. Frá þessu segir Daily Mail. Útvarp Saga hefur áður skrifað fréttir um Lia Thomas og hvernig ofursigrar hennar hafa eyðilagt möguleika duglegra sundkvenna til að ná sigri sjá hér og hér.

Samkvæmt nýju reglunum þarf karlmaður, sem segist vera kona að hafa lokið svokallaðri kynleiðréttingu við 12 ára aldur. Annars má hán ekki keppa í kvennaíþróttum.

Viðkomandi þurfa líka að sýna fram á, að testósterónmagni í líkamanum sé stöðugt haldið niðri.

Þetta þýðir meðal annars, að bandaríska sundkonan Lia Thomas, sem vakið hefur fjölmiðlaathygli, fær ekki að keppa við konur á alþjóðlegum mótum fyrir Ólympíuleikana.

Þess í stað er stofnaður sérstakur „opinn flokkur“ þar sem transfólk getur keppt sín á milli í alþjóðlegum sundkeppnum.

Ákvörðun Alþjóðasundsambandsins kemur í kjölfar þess, að Alþjóða ólympíunefndin úrskurðaði, að það væri á valdi einstakra íþróttasambanda að setja reglur um transfólk.

Deila