Traust Svía á ríkisstjórninni hrynur – Lýðheilsan og Almannavarnir fá sinn skammt af vantrausti almennings

Stefan Löfven foringi sænskra jafnaðarmanna hefur ástæðu til að vera dapur ef marka má niðurstöður könnunar sænska sjónvarpsins.

Sænska sjónvarpið segir frá nýrri könnun um traust Svía á ríkisstjórninni, Lýðheilsunni og Almannavörnum Svíþjóðar í kjölfar kórónufaraldursins. Sjónvarpið lét endurtaka könnun frá því í mars 2020 í upphafi farsóttarinnar í Svíþjóð. Seinni hluta könnunarinnar var gerður 11. – 18. janúar 2021 og sýnir hrun á trausti Svía á ríkisstjórninni, Lýðheilsunni og Almannavörnum á tímabilinu. Einungis 30% Svía bera í dag mikið eða mjög mikið traust til ríkisstjórnarinnar og ekki nema 28% til Almannavarna. Lýðheilsan nýtur enn trausts um helming Svía skv. könnuninni.

Um miðjan mars 2020 var farsóttin komin inn á gafl Svía og þá sýndi könnun sænska sjónvarpsins að Svíar báru mikið og mjög mikið traust til ríkisstjórnarinnar, Lýðheilsunnar og Almannavarna.
Sænska sjónvarpið endurtók könnun á trausti Svía 11.-18. janúar 2021. Þá var komið allt annað hljóð í strokkinn og er einungis hægt að tala um hrun á trausti ríkisstjórnarinnar sem féll frá 64% í 30% og Almannavarna sem féll frá 61% í 28%.

Tvískinningur yfirvalda sem brjóta eigin sóttvarnarreglur skapar vantraust

Tvískinningur sósíaldemókrata varðandi reglur við kórónafaraldrinum er farinn að slá tilbaka á þá sjálfa.

Í desember s.l. var traust á ríkisstjórninni 45% en er núna 30% svo fallið hefur verið hvað mest eftir að reglur ríkisstjórnarinnar um ferðast ekki utanlands voru skerptar. Það sem setur spor eru ferðalög ráðherra í trássi við eigin reglur og einnig Dan Elíassonar forstjóra Almannavarna sem fór til Kanaríeyja í svallífsferð um jólin sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum. Traust á Almannavörnum er ekki nema 28% og hefur Dan Elíassyni verið fluttur úr embætti forstjóra Almannavarna í „vinnu“ á skrifstofu ríkisstjórnarinnar með forstjóratitil og sömu laun.

Jenny Madestem stjórnmálasérfræðingur segir í viðtali við sænska sjónvarpið að „Greinilega eru Svíar mjög vonsviknir bæði á ríkisstjórninni og þessum tveimur stofnunum.“ Segir hún að hneykslismál breyti skoðunum fólks sem getur sýnt sig í kosningunum 2022 en fyrir kosningarnar verður lokakafli í rannsókn kórónunefndarinnar birtur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila