„Trójuskjöldurinn” stærsta og best heppnaða aðgerð gegn skipulagðri alþjóða glæpastarfsemi fyrr og síðar – yfir 800 handteknir

Linda Staaf yfirmaður leyniþjónustu sænsku lögreglunnar útskýrir aðgerðir FBI, sænsku lögreglunnar og Europol sem kölluð er „Trójuskjöldurinn.” Lögreglan vann í 18 mánuði eftir að tókst að plata alþjóða glæpahringi að nota símaforritð ANOM og lét síðan til skarar skríða um síðustu helgi.

Sænska sjónvarpið greindi frá samhæfðri aðgerð FBI og Europol ásamt sænsku lögreglunni og 16 öðrum löndum undir nafninu „Trójuskjöldurinn.” Er þetta ein stærsta alþjóða samræmda aðgerðin gegn alþjóða glæpahópum sem gerð hefur verið fram til þessa. Í tilkynningu Europol um málið segir, að 800 alþjóðaglæpamenn hafi verið handteknir í aðgerðunum. FBI bjó leynilega til dulkóðað farsímaforrit sem kallaðist ANOM og var dreift meðal glæpamanna til að plata þá til að nota forritið í þeirri trú að enginn kæmist að umræðum þeirra með ANOM. Það sem glæpamennirnir skildu ekki fyrr en um seinan, var að lögreglan hleraði öll samskipti gegnum forritið og gat notað upplýsingarnar fyrir þessa árangursríka aðgerð gegn glæpamönnunum.

FBI bjó til „dulkóðað” símaforrit ANOM sem glæpamennirnir héldu að væri traust – var fullkomin gildra

Samkvæmt SVT náði lögreglan að hlera 27 milljónir skilaboða frá 11 800 farsímum og þegar þessi frétt er skrifuð, þá hefur lögreglan gripið 800 glæpamenn, tekið 8 tonn af kókaíni, 22 tonn af kannabis ásamt 2 tonnum af tilbúnum eiturlyfum í heiminum. Einnig hefur lögreglan gert 250 skotvopn upptæk, 55 lúxusbíla og yfir 48 milljónir dollara í mismunandi gjaldmiðlum.

Jean-Philippe Lecouffe aðstoðarlögreglustjóri Europol segir aðgerðina „einstaklega árangursríka” allar þeirra sem tóku þátt í henni en alls vann lögreglan í 18 mánuðu áður en látið var til skarar skríða: „Ég er mjög ánægður með að sjá Europol í þessari aðgerð, sem styrkir samstarf allra aðila gegn glæpamennskunni. Eftir að lögreglunni tókst að brjóta dulkóðann í Enrochat og Sky ECC myndaðist tómarúm hjá glæpahópunum og FBI heppnaðist að fylla það með ANOM.”

115 leiðandi glæpamenn handteknir í Svíþjóð – komið í veg fyrir 10 pöntuð morð

Sænska lögreglan segir í tilkynningu, að 155 glæpamenn hafi verið handteknir í Svíþjóð og hleraði lögreglan síma glæpamannana gegnum símaforritið. Linda Staaf yfirmaður leyniþjónustu lögreglunnar sagði á blaðamannfundi um málið að „samkvæmt uplýsingum sem við höfum undir höndum, þá höfum við komið í veg fyrir 10 morð.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila