Trúarleiðtogum skipað að tilbiðja Kommúnistaflokk Kína og boða gildi sósíalismans

Kommúnistaflokkur Kína skipar trúfélögum að boða kenningar sósíalismans og predika opinberlega stuðning við kommúnistaflokkinn. Einnig á að nota trúarfélög til að mynda andspyrnuhreyfingu kommúnista gegn „erlendum áhrifum.”

Kína hefur gefið út nýja fyrirskipun sem krefst þess að allir trúarleiðtogar í landinu játist kínverska kommúnistaflokknum og votti honum opinberlegan stuðning. Nýja skipunin öðlast gildi 1. maí og fyrirskipar öllum trúarleiðtogum, þar á meðal kristnum prestum og biskupum, að „fylgja forystu kommúnistaflokksins og styðja flokkinn“.

Þótt afskipti kínverska ríkisins af trúarmálefnum íbúanna séu engan veginn ný af nálinni virðist þessi tilskipun vera mun víðtækari en áður hefur viðgengist. Samtímis á að uppræta „erlend“ áhrif og fylgja hótanir um strangar refsingar sé fyrirmælunum ekki fylgt. 3. grein tilskipunarinnar segir:

„Trúarbragðaleiðtogar eiga að elska móðurlandið, styðja forystu kommúnistaflokksins í Kína, styðja sósíalíska kerfið, fara eftir stjórnarskránni, lögum, reglugerðum og reglum; iðka gildi sósíalismans, viðhalda reglu um sjálfstæði trúarbragða og sjálfsstjórnun, fylgja staðfastri stefnu þjóðarinnar um aðlögun trúarbragða og varðveitingu þjóðareiningu, þjóðernishyggju, trúarlegri sátt og félagslegum stöðugleika. “

Fyrirskipa andstöðuhreyfingu gegn erlendum öflum í trúarfélögum í Kína

Þess er einnig krafist, að trúarlegir klerkar veiti erlendum öflum andstöðu sem lauma sér inn í landið með trúarbrögðum. Þeir sem brjóta nýju reglurnar munu sæta mun strangari refsiaðgerðum en áður hafa verið í gildi. Í stað afskifta yfirvalda er nú skapaður lagalegur grundvöllur sem gerir öll „ósamþykkt“ trúarbrögð að glæpum.

Gagnrýnendur bentu strax á að þessi stefna feli í sér enn frekari skerðingu trúfrelsis og tilbeiðslu. Trúarleiðtogi einnar stærstu „húskirkjunnar“ í Peking sagði í viðtali við VOA fréttir :

„Þessi tilskipun gengur gegn trúarskoðunum okkar og stefnunni um aðskilnað stjórnmála og trúarbragða. Það er verið að þrengja trúfrelsi verulega og búast má við fleiri alvarlegum aðgerðum gegn trúuðum.”

Trúarfélögum skipað að kenna sögu kommúnistaflokksins og boða sósíalismann

Eftirlit verður aukið enn frekar með opinberum kaþólskum samfélögum í landinu. Hér að neðan er hluti nýju laganna:

Kaþólskar biskupar eiga að vera samþykktar og vígðir af Biskuparáðstefnu kaþólsku kirkjunnar í Kína. Kínversk þjóðræknissamtök kaþólskra og biskuparáðstefna kaþólsku kirkjunnar í Kína skulu fylla út eyðublað til skráningar kaþólskra biskupa innan 20 daga frá vígslu þeirra, senda það til trúarráðs ríkisins til umsóknar og leggja fram eftirfarandi gögn:

  • Afrit af heimilisskráningargögnum biskups og persónuskilríki
  • Útskýring á þeim aðstæðum sem leiddu til þess að héraðs-, sjálfstjórnarsvæðið eða trúarnefnd sveitarfélagsins valdi biskupinn
  • Skjöl biskuparáðstefnu kaþólsku kirkjunnar í Kína sem samþykkja biskupinn
  • Skýring á biskupavígslunni af þeim biskupi sem stjórnaði vígslunni

Samkvæmt VOA tengist þessi nýja tilskipun nýjum þrýstingi sem trúarbragðahópar eru beittir til að neyða þá að taka upp opinberan áróður og sögu Kommúnistaflokks Kínan í eigin trúarbragðakennslu. Tilskipunin kemur á sama tíma og trúarbragðanefnd kommúnistaflokksins skipar fylgjendum mótmælendatrúar, kaþólisma, taóisma, búddisma og íslam að kenna meðlimum félaga sinni sögu Kommúnistaflokks Kína, Alþýðulýðveldisins Kína og sósíalismans í tilefni af 100 ára afmæli kommúnistaflokksins í júlí n.k.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila