Truflanir í vöruflutningum heims – olíuleiðslur skemmdar vegna þess að skip leggja við akkeri fyrir utan Los Angeles

Hugtakið „just in time“ eða á réttum tíma virkar ekki í heiminum í dag. Bandaríkjamönnum er ráðlagt að kaupa jólagjafirnar strax, því hillurnar muni gapa tómar í búðum um jólin. Flutningakeðjur heimsins eru í lamasessi og vestræn ríki orðin háð því að keðjan haldi alla leið. Kórónuveiran hefur sýnt fáránleika þess að leggja öll egg í sömu kínversku körfuna og standa svo uppi án vara sem auðveldlega er hægt að framleiða á vesturlöndum. Myndin sýnir gámabát í höfninni í Los Angeles (© Downtowngal CC 4.0)

Sagt hefur verið frá í fréttum vestanhafs um mikinn fjölda gámaskipa utan við strendur Kaliforníu og utan fyrir höfn Los Angeles. Komast skipin ekki að, þar sem mannekla er til að þjóna upp- og útskipun og kasta mörg þeirra akkeri í San Pedro flóa. Voru nýlega 73 gámaskip í biðröðinni í San Pedro-flóa og létu 36 þeirra reka í biðstöðunni. Komið hefur upp olíuleki vegna skemmda á olíuleiðslum á hafsbotni, þegar akkeri dragast eftir leiðslunum og er verið að finna út, hvaða skip og útgerðir beri ábyrgð á skemmdunum.

Capt. Kip Loutit, framkvæmdastjóri Marine Exchange í Suður – Kaliforníu segir „hafið vera nógu stórt til að láta skipin reka – það eru engin takmörk. Venjulega svæðið er 25 mílna radíus frá Point Fermin við innganginn að Los Angeles. Við gætum auðveldlega stækkað í 40 mílna radíus.“ Gene Seroka, framkvæmdastjóri Los Angeles – hafnar, sagði á blaðamannafundi nýlega, að biðtími gáma „hafi náð hámarki“ og sé nú sex dagar. Bið járnbrauta við bryggju er 11,7 dagar.

Gögn Marine Exchange sýna hömlur á hafnarsamstæðu Los Angeles / Long Beach. Síðan þrengslin hófust hefur heildarfjöldi gámaskipa annaðhvort við akkeri eða við bryggju farið upp og niður og nýlega biðu um 100 skip eftir að geta losað sem er fimm sinnum meira en áður en Covid-19 sjúkdómurinn gerði vart við sig.

Eftir því sem meiri fjöldi skipa bíða við ströndina, þeim mun stærri verður biðröðin og lengri tíma tekur að komast að hafnarbakkanum. Fór biðin yfir 9 daga í síðasta mánuði. Allt seinkar þetta öllum innflutningi til Bandaríkjanna. Mörg skipafélög hafa aflýst flutningum og fækkað ferðum vegna vandans. The Wall Street Journal vakti athygli á málinu í september að „uppteknasta höfn landsins hefur lokað nokkra tíma flesta daga og er lokuð á sunnudögum. Afleiðingin er sú, að þúsundir gáma sitja fastir.“

Journal segir að vörukeðjan þjáist af mörgum vandamálum, sem öll seinka flutningum: takmarkaður áhugi starfsmanna að vinna næturvaktavinnu, lítill lagermöguleiki verslanakeðja, tómir gámar sem taka pláss, skortur á uppskipunartækjum við höfnina og takmarkaður fjöldi lyftara við höfnina.

Los Angeles Times ráðlegur öllum: „Kaupið jólagjafirnar núna.“ Síðasta örtröð sem myndaðist við höfn Los Angeles var 2015, þegar hafnarverkamenn fóru í verkfall sem seinkaði flutningum til og frá landsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila