Heimsmálin: Bandaríkin aðstoða Ítalíu, Frakkland og Spán með tæki og öryggisbúnað til sjúkrahúsanna

Donald Trump hefur heitið því að aðstoða þau lönd sem hafa farið verst út úr afleiðingum Kórónaveirunnar

Þrátt fyrir aðvaranir um að skortur sé á tækjum og öryggisbúnaði fyrir sjúkrahús í Bandaríkjunum hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lofað Ítalíu aðstoð og ætlar að senda búnað fyrir 100 milljónir dollara til Ítalíu. Spánn og Frakkland munu einnig fá aðstoð síðar.


Donald Trump sagði á blaðamannafundi

 ”Við munum senda búnað fyrir 100 milljónir dollara, læknisbúnað og annað fyrir sjúkrahúsin til Ítalíu.” 

Hann bætti því við að forsætisráðherra Ítalíu Giuseppe Conte hafi orðið ”mjög, mjög glaður.”


Bílaframleiðandinn Ford tilkynnti mánudag að þeir munu framleiða 50 þúsund öndunarvélar á næstu 100 dögum og skv. Trump munu níu önnur bandarísk fyrirtæki hefja framleiðslu á öndunarvélum innan skamms. Mun framleiðslan verða meiri en Bandaríkjamenn þurfa sjálfir að nota og sagði Trump: 

”Þegar við framleiðum meira en til eigin nota munum við senda öndunarvélar til Ítalíu, við munum senda þær til Frakklands og til Spánar, þar sem gríðarleg vandamál finnast og einnig til annarra landa ef við getum.”


Sjá nánar hér

Rætt var við Gústaf Skúlason um afleiðingar Kórónuveirunnar á heimsbyggðina í þættinum Heimsmálin en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila