Trump ætlar að láta til sín taka í næstu forsetakosningum

Donald Trump ætlar sér stóra hluti í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum og hefur meðal annars lýst því yfir að hann ætli að frelsa Bandaríkin frá öfga vinstrinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var Hann hefur þó ekki gefið það út opinberlega að hann ætli að gefa kost á sér í embættið á ný.

Donald Trump hélt ræðu í Iowa um helgina en þar þótti mörgum forsetinn gefa það sterklega í skyn að hann muni bjóða sig fram til forseta í næstu kosningum enda var ræðan sem hann hélt keimlík þeim framboðsræðum sem hann hefur haldið.

Margir telja reyndar að Trump sé kominn á fullt í kosningabaráttu nú þegar og að reglulegir fundir hans sem haldnir séu víða um Bandaríkin séu partur af þeirri kosningabaráttu.

Á fundinum í Iowa sagði Trump meðal annars að að hann myndi „taka Bandaríkin aftur“ frá Joe Biden. Trump gagnrýndi einnig fokdýrt innviðafrumvarp Bidens og „klúðurslegt“ brotthvarf hans frá Afganistan og bætti við að „Patton hershöfðingi“ myndi ekki gera slík mistök. Áheyrendur fögnuðu með hrópum, þegar hann flutti ræðuna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila