Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnir ákvörðun um að stöðva skrílslætin

„Ríkisstjórnin er fyllilega einhuga í því að ná fram réttlæti fyrir George og fjölskyldu hans. Hann mun ekki hafa dáið til einskis. En við getum ekki látið það viðgangast að réttlátum köllum friðsamlegra mótmælenda verði drekkt í reiði skrílsins, Saklaust fólk hefur verið lamið á hrottalegan hátt eins og ungi maðurinn sem skilinn var eftir á götu til að deyja í Dallas, Texas. Eða konan í New York sem ráðist var á hryllilega af hættulegum glæpamönnum.

Draumur smáfyrirtækja hefur gjörsamlega verið settur í rúst. Bestu íbúar New York hafa fengið steinhlunka í andlitið. Hugrakkar hjúkrunarkonur, sem hafa barist gegn veirunni, þora ekki að yfirgefa heimili sín. Lögreglustöðvar hafa verið lagðar að velli. Hér í höfuðborg þjóðarinnar hafa minnismerki Lincoln og Seinni heimsstyrjaldarinnar verið skemmd. Kveikt var í einni sögulegustu kirkju okkar. Ríkisherforingi í Kaliforníu, afrísk-amerísk fyrirmyndarhetja var skotinn og drepinn.
Þetta eru ekki gjörðir friðsamlegra mótmæla. Þetta eru gjörðir innlendra hryðjuverka”.  Sagði í tilkynningu frá Hvíta húsinu í gærkvöld.


Í tilkynningu Hvíta hússins segir að ofbeldi verði aldrei þolað gegn neinum Bandaríkjamanni. Trump Bandaríkjaforseti ráðlagði öllum fylkisstjórum að nýta Þjóðvarðliðið til að lægja öldurnar og koma á lögum og reglu. Ef borg eða fylki neitar að framfylgja fyrirmælum forsetans mun herinn verða sendur á vettvang. Forsetinn sagði einnig að vopnaðir hermenn myndu gæta þjóðlegra minnismerkja í Washington borg. Allir uppvöðslumenn verða  kærðir og dregnir fyrir dóm skv. lögum og skipuleggjendur uppþota og skemmdarverkastarfsemi hljóta sérstaka dóma.
Hlýða má á ávarp forsetans í heild sinni hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila