„Hvar er reiði fjölmiðla?” – Bandaríkjastjórn vill réttlæti fyrir alla undantekningarlaust

Forseti Bandaríkjanna og forsetafrú í heimsókn í kirkju Heilags John Paul II, 2. júní. (Mynd: Hvíta húsið)

Í nýrri tilkynningu Hvíta hússins segir að allir Bandaríkjamenn hafi réttilega verið slegnir af hryllilegum dauða George Floyd í Minneapolis í síðustu viku. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir: „Ríkisstjórnin er fyllilega einhuga í því að ná fram réttlæti fyrir George og fjölskyldu hans. Hann mun ekki hafa dáið til einskis”. 


Hvíta húsið spyr hvar reiði fjölmiðla sé gagnvart öðrum sem hafa verið drepnir og skotnir og tekur dæmi:

  „Fyrir fjórum dögum var annar afrískur-amerískur maður drepinn, skotinn þegar hann stóð fyrir utan opinbera byggingu Ronald V. Dellums og Dómstólsins í Oakland, Californiu. Davve Patrick Underwood er ekki þekkt nafn. Dauði hans hefur alls ekki fengið eins margar fyrirsagnir. En líf hans skifti líka máli og morðið á honum ætti að valda óhug hjá sérhverjum Bandaríkjamanni. Underwood var laganna vörður í varnarþjónustu ríkisins. Hann og starfsfélagi hans stóðu vörð þegar byssukúlurnar komu, sem drápu Underwood og sendu félaga hans á spítala milli heims og heljar. Tilsettur lögreglustjóri Oaklands segir að skotin séu að öllum líkindum árás á  einkennisklædda verði sem meðvitað útvöldum skotmörkum. 


Um gjörvöll Bandaríkin hafa ofbeldissinnaðir innlendir hryðjuverkamenn nýtt sér raunveruleg sár og  þjáningar þúsunda friðsamra mótmælenda. Þörfin að bjarga saklausum lífum og verja varnarminnstu sveitarfélög okkar ætti að vera augljós öllum friðelskandi borgurum. En í stað þess að leysa vandamálin og koma á röð og reglu notfæra fjölmiðlar og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn sér óttann til að skapa fyrirsagnir. Slíkt verður ei þolað. 
Donald Trump sagði í ávarpi í fyrradag: „Ef borg eða ríki neitar að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að verja líf og eigur íbúa sinna, þá mun ég senda her Bandaríkjanna til að leysa vandann á skjótan hátt fyrir þá.” 
Að binda endi á innlenda hryðjuverkastarfsemi er ekki flokkspólitískt mál fyrir Demókrata til afhendingar Repúblikönum. Ekki heldur að sýna fullan stuðning við þúsundir, ábyrgra og hugrakkra varðmanna sem leggja líf sín í hættu á hverju kvöldi til að gæta öryggis okkar. 


Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum niðurlægir allt það sem Bandaríkin standa fyrir. Sögur um afréttingar þeirra í síðustu viku þarf að segja, jafnvel þótt stjórnendur samsteypufjölmiðla ákveði að ekki sé „þörf” á því sem stendur:

Hvernig getur neitt af þessu hjálpað okkur að lækna sorgina í Minnesóta? Það gerir það ekki. Enginn Bandaríkjamaður frá neinu sveitarfélagi ætti að upplifa öryggisleysi á götum okkar – og það tekur einnig yfir þá sem hætta lífi sínu til að bjarga okkur. Lögin gilda fyrir alla, allt frá slæmum lögreglumönnum sem misnota aðstöðu sína til ofbeldissinnaðra óeirðaseggja sem ráðast á lögreglumenn.


Donald Trump forseti vill réttlæti fyrir alla undantekningarlaust. Þær aðgerðir sem hann tilkynnti í fyrrakvöld mun skapa reglu á götum okkar og færa okkur á öruggan hátt nær því markmiði ”.


Sjá má ávarp Bandaríkjaforseta í myndbandinu að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila