Trump í essinu: – „Já, hver verður nú næst í Hvíta húsinu? – Kannski ég vinni í þriðja sinn“

Donald Trump er einstakur baráttumaður og lætur ekki deigan síga. Sagði, að eitt mikilvægasta verkefni Repúblikana, væri að koma kosningakerfi Bandaríkjanna í lag.

Á landsfundi íhaldsmanna í Orlando, Flórída, söfnuðust helstu íhaldsmenn landsins, flestir Repúblikanar, á fundi til að ræða stöðu mála í Bandaríkjunum. Ljóst er að þar voru föðurlandsvinir á ferð og kjörorðið „Make America Great again!“ er svo múrað inn í hjörtu hreyfingarinnar að MAGA-hreyfingin svo kallaða mun verða þungt stjórnmálaafl í Bandaríkjunum komandi framtíð.

Það var einnig framtíðin sem Donald Trump ræddi, spurningin um frelsið og bandaríska drauminn annars vegar og hins vegar vinstrimennsku, róttækni og sósíalisma sem á endanum leiðir til kommúnismans. „Við munum aldrei leyfa það að Bandaríkin verði sósíalískt ríki“ sagði Trump sem byrjaði á því að kyssa bandaríska fánann, þegar hann kom inn á sviðið.

Donald Trump ræddi innflytjendavandamálin og gerði þeim ítarleg skil og gerði samtímis grín að Demókrötum, sem hafa snúið öllu á haus varðandi vegginn. Sagði hann að hann hefði frekar átt að segja í upphafi, að hann ætlaði ekki að reisa neinn vegg, því þá hefðu Demókratar sagt, að það þyrfti víst að byggja vegginn.

Biden versti forsetinn í nútíma sögu Bandaríkjanna

„Við vissum það öll að ríkisstjórn Biden væri slæm – en ekkert okkar gat ímyndað sér, hversu slæm hún væri og hversu langt til vinstri hún myndi ganga. Joe Biden hefur haft hrikalegri fyrsta mánuð en nokkur annar forseti nútímans.“

„Ég stend frammi fyrir ykkur till þess að lýsa því yfir, að hin ótrúlega ferð sem við hófum fyrir fjórum árum síðar, er langt í frá lokið.“

Rúmlega tólf þingmenn Repúblikana kusu gegn eða fylldu fá hann sakfelldan í ríkisréttarhöldunum. Trump sagði að það væru falsfréttir, að hann ætlaði að stofna nýjan flokk.

„Það er það sem þeir vilja, svo við dreifum atkvæðum okkar og þeir geti sigrað. Flokkur Repúblikana er sameinaður. Eini klofningurinn er á milli handfylli vel settra stjórnmálamanna í Washington DC og allra annarra í landinu.

Framtíð Repúblikanska flokksins er að standa vörð um hagsmuni venjulegra Bandaríkjamanna

„Framtíð Repúblikanska flokksins er sem flokks sem stendur vörð um félagslega, efnahagslega og menningarlega hagsmuni vinnandi bandarískra fjölskyldna – af öllum kynþáttum, af öllum litarháttum og af öllum trúarbrögðum. Rebúblikanar trúa því, að þarfir venjulegra borgara verði að vera settar í FYRSTA SÆTIÐ.“

Trump gagnrýndi lokun skóla í Bandaríkjunum og hversu mörg börn og fullorðnir færu illa út úr lokun samfélagsins og skoraði hann á Joe Biden að opna skólana þegar í stað. Einnig ræddi hann kosningakerfið og hæddist að Demókrötum sem vilja ekki lögleiða skyldu kjósenda að sanna hverjir þeir eru með skilríkjum á sama tíma og engum er hleypt inn á þing Demókrataflokksins nema að sýna persónuskilríki. Ræddi Trump einnig baráttuna við netrisana og krafðist þess að einokun þeirra yrði brotin á bak aftur en Twitter, Facebook og Google eyddu síðum Donald Trump og neituðu honum aðgangi að þjónustu sinn eins og kunnugt er.

Skiptir sköpum fyrir framtíðina að Bandaríkin séu sjálfum sér næg og víki ekki fyrir heimsráðastefnu Kína

„Við trúum því, að með því að standa gegn Kína, hætta útflutningi atvinnutækifæra, fá verksmiðjur og framleiðslukeðjur okkar heim aftur munum við tryggja að Bandaríkin en ekki Kína muni ráða framtíðinni. Fyrirtæki, sem flytja frá Bandaríkjunum til að skapa atvinnu í Kína og öðrum löndum sem hafa skinnað okkur um árabil, ber ekki að verðlauna, það ætti að skattleggja þau, sekta og refsa. „

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila