Íran heitir 80 milljónum dala fyrir ”höfuð” Donald Trump Bandaríkjaforseta

Í kjölfar vígs Qassem Soleimani hershöfðingja í síðustu viku í drónaárás Bandaríkjanna, heitir Íran nú hverjum þeim sem banar Donald Trump Bandaríkjaforseta 80 milljónum bandaríkjadala fyrir morðið. Frá þessu skýrir Daily Express.

Mikill mannfjöldi fylgdi Soleimani til grafar og mótmæltu framkomu Bandaríkjanna með orðunum „Drepum USA!“ Einn skipuleggjandi útfararinnar sagði í ræðu „Á vegum allra íbúa Írans – 80 milljónir Írana- getur hver og einn lagt fram einn bandaríkjadal sem þá gerir samtals 80 milljónir dollara. Þessa 80 milljónir dollara getum við greitt hverjum þeim sem kemur með höfuð þess sem skipaði morðið á byltingarfyrirliða okkar. Sérhver sem kemur til okkar með höfuð hins glóhærða brjálæðings fær borgaðar 80 milljónir dollara frá hinni miklu írönsku þjóð. Hrópið þið sem sammála eruð.“

Samkvæmt fréttinni hrópaði mannfjöldinn samþykki sitt hátt tilbaka. Fréttir í gær hermdu að skotið hefði verið með flaugum inn á græna hverfið í Bagdad þar sem Bandaríkjamenn hafa herstöðvar. Ekki er ljóst um tjón en Bandaríkjaforseti ítrekaði á nýtt hótun um árás á 52 völd skotmörk og sagði að engin miskunn yrði sýnd ef ráðist yrði á Bandaríkjamenn á svæðinu:

„Ef Íran ræðst á herstöð Bandaríkjamanna eða einhvern Bandaríkjamann, þá munum við beita nokkrum af splúnkunýjum dásamlegum vopnum okkar gegn þeim …. án þessa að hika eitt augnablik!“

Forsætisráðherra Bretlands Boris Johnson hefur lýst yfir stuðningi við Bandaríkin og fóru herskip búin tomahawk flaugum úr flota hennar hátignar til Miðjarðarhafs til að vera til taks ef á þarf að halda.

Íranir hafa lýst yfir að þeir telja sig ekki lengur bundna af kjarnorkusamningnum og munu þróa úran fyrir kjarnorkuvopn. Sögusagnir ganga um að þeir hafi þegar komið sér upp kjarnavopnum og jafnvel grafið birgðir í jörð. Þá samþykkti þingið í Írak í gær að öllum erlendum hermönnum verði umsvifalaust vikið úr landi og er þar sérstaklega átt við Bandaríkjamenn.

Ein af obinberum heimasíðum yfirvalda í Bandaríkjunum var yfirtekin af „hökkurum Írans“ og settu þeir mynd af Ajatolla Ali Khamenei og íranska fánanum á skjáinn og síðar mynd af kjaftshöggi á Donald Trump (sjá mynd hér að neðan).

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila