Trump jr. hvetur fólk að sniðganga félagsmiðla netrisanna – Telegram með 90 milljónir nýrra notenda frá áramótum

Trump yngri leiðir flótta í stórum skara frá hefðbundnum netrisum til annarra aðila sem stækka og verða sterkari í samkeppninni.

Donald Trump jr. hefur farið yfir til skeytasendingaþjónustu Telegram og hvetur fólk til að sniðganga Facebook, Twitter og Instagram að sögn RT.

Eftir að Twitter og Facebook lokuðu á fyrrverandi forseta Donald Trump segir sonur hans Donald Trump jr. að hann hafi farið yfir til Telegram sem núna verður aðal vettvangur hans á félagsmiðlum.

Hefur hann tekið yfir síður sem þegar voru til í nafni hans, sem annar aðili stjórnaði áður. „Ástæðan er sú að netrisarnir bjóða ekki lengur sömu skilmála fyrir mismunandi skoðanir” segir Trump jr. „Ég vill hafa stað þar sem hugmyndir mínar geta keppt við slæmar hugmyndir þeirra. Við verðum að komast frá þessum þremur netrisum Twitter, Instagram og Facebook. Ég gæti vaknað einn daginn og verið bókstaflega strikaður út á þessum miðlum. Þeir vinna þannig.”

90 milljónir nýrra notenda til Telegram frá áramótum

Skv. The Epoch Times sendi Telegram út skeyti um að nýjum notendum þeirra hefði fjölgað um 90 milljónir víðs vegar um heiminn það sem af er janúar 2021. „Í janúar 2021 hafa 90 milljónir nýrra notenda komið til Telegram víðs vegar að í heiminum. Þakka ykkur fyrir! Þessi risaskref voru möguleg þökk sé notendum eins og þér sem buðu vinum sínum að nota Telegram” segir fyrirtækið.

„Bandalag fyrir öruggara Internet” sem staðsett er í Washington hefur kært Apple fyrir að fjarlægja ekki Telegram appið eins og Apple og Google gerðu áður við Parler. Twitter bannfærði Donald Trump forseta frá síðum sínum tveimur dögum eftir rósturnar við þinghúsið og ásakaði Trump um að hafa leitt árásina á þinghúsið. Parler stendur í málaferlum við Amazon fyrir að hafa lokað á tölvuver fyrirtækisins og tapaði í fyrstu umferð þegar Barbara Rothstein dómari tók afstöðu með Amazon, þar sem nokkrir notendur Parler notuðu appið til að „hvetja til uppþota.”

Stjórnmálamenn gagnrýna lokun Twitter á Trump

Ýmsir stjórnmálamenn út um allan heim hafa gagnrýnt lokun Twitter á Donald Trump, þeirra á meðal forseti Mexíkó og kanslari Þýskalands. Trump ásakar Twitter fyrir að vera á bandi Demókrata. Facebook og YouTube hafa einnig lokað á síður Trumps. Lekið hefur verið myndböndum á netið, þar sem Jack Dorsey segir að ritskoðunin á Donald Trump sé aðeins byrjunin á víðtækum ritskoðunum Twitter. Verðbréf Twitter féllu um 17% í kjölfarið. MeWe sem er valkostur við Facebook fékk 2,5 milljónir nýrra notenda á einni viku. Signal notendum hefur fjölgað gríðarlega og fjölgar fyrirtækið starfsmönnum til að mæta eftirspurninni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila