Trump kominn með nóg af lygasögunum

Donald Trump ætlar ekki að taka lygasögum þegjandi

Donald Trump hefur fengið nóg af lygasögum og falsfréttum sem um hann hafa verið spunnar og ætlar nú að snúa úr vörn í sókn.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af endum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur segir að kornið sem fyllt hafi mælinn hjá forsetanum hafi verið ásökun pistlahöfundarins E Jean Carrol sem sakaði forsetann opinberlega um nauðgun á dögunum ” og nú er hann bara búinn að fá alveg nóg og ætlar að fara með málið lengra og taka hana fyrir“,segir Guðmundur.

Eins og kunnugt er hefur forsetinn verið skotspónn fjölmiðla um árabil fjölmiðla sem grafið hafa upp ótal sögur og frásagnir um forsetann og oftar en ekki birt þær þrátt fyrir að enginn fóur sé fyrir þeim.

Trump hefur ítrekað gagnrýnt framgöngu fjölmiðla og verið óhræddur við að benda á misfellur í umfjöllun þeirra við litla hrifningu þeirra blaðamanna sem á þeim starfa.

Þá ræddi Guðmundur einnig um stjórnmálin í Danmörku og ríkisstjórnarmyndunina þar auk þess sem stjórnmálin í Bretlandi bar á góma. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila