Trump lánaði lögreglunni hótelin sem hvíldarstað en Biden lét þjóðvarðliða dúsa í bílageymslum

Mickael Damelincourt forstjóri Trump International Hotel í Washington póstaði myndbandi á Twitter sem sýnir hvernig lögreglumenn fengu aðstöðu á hótelinu sem hvíldarstað á innsetningardegi Joe Biden í embætti forseta. „Hjarta fullt af þakklæti til allra lögreglumanna okkar” skrifaði Damelilncourt í upphafi tístsins þar sem hann þakkar lögreglumönnunum fyrir vel unnin störf.

Myndbandið frá Trump hótelinu er í skærri andstöðu við aðar myndir og myndbönd sem dreift hefur verið á félagsmiðlum og sýna að þjóðvarðliðum var þakkað fyrir störf á innsetningardaginn með því að vera hrúgað inn í bílageymslur og nota steypugólfin sem hvíldarstað og rúm. Bill Cassidy þingmaður Repúblikana tísti að það „það er gjörsamlega óviðunandi að hugrakkir Þjóðvarðliðar okkar eru meðhöndlaðir á slíkan hátt. Þetta verður tafarlaust að laga.”

Á föstudaginn bökkuðu yfirvöld og hleyptu þjóðvarðliðum aftur inn í þinghúsið. Í bílageymslunum voru 5 þúsund hermenn staðsettir með takmörkuðum þægindum með bara einu rafmagnstengi og einu klósetti og lélegri loftræstingu að sögn eins hermannsins í viðtali við Politico. „Okkur leið sannast sagna eins og við höfðum verið sviknir. Eftir að allt hafði gengið svo vel, þá vorum við einskis virði og settir út í horn í bílageymslu.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila