Trump mun hefja MAGA fundi á ný þegar í maí – segir hugsanlegan andstæðing 2024 „gjörsamlega sigraðan“

Donald Trump fv. Bandaríkjaforseti vinnur af elju fyrir Repúblikanaflokkinn til þess að vinna næstu þingkosningar og forsetakosningarnar þar á eftir. Hann mun endurtaka útifundi sína með boðskapnum „Gerum Bandaríkin mikil aftur.“

Fyrrum forseti, Donald Trump, er að undirbúa að halda áfram fjöldafundum MAGA þegar í maí samkvæmt CNN. Trump og ráðgjafar hans hafa rætt um að hefja á ný fundina „Gerum Bandaríkin mikil aftur“ (MAGA) – þar sem Trump getur þjarmað að pólitískum andstæðingum sínum.

Trump sagði í viðtali við Dan Bongino podcast þáttastjórnanda á miðvikudaginn, að hann myndi bíða þangað til eftir þingkosningarnar árið 2022 með að tilkynna, hvort hann bjóði sig aftur fram til forseta. Spurður um hvenær hann myndi tilkynna hugsanlegt framboð til forseta sagði Trump: „Ég held að líklegast væri heppilegasti tíminn rétt eftir kosningarnar ’22, það er mín skoðun. Gæti gert það fyrr, en ég held að rétt eftir kosningarnar væri góður, sérstaklega ef þú hefur góðar kosningar. “

Flestir frambjóðendur Repúblikanaflokksins sækjast eftir stuðningi Donald Trumps

Bongino spurði Trump, hvernig honum líkaði lífið sem einkaborgari aftur og Trump svaraði „Þetta er annars konar líf, en samt mjög pólitískt vegna eftirspurnar á stuðningi mínum. Allir koma og þeir vilja allir, að ég styðji þá, meira en þeir hafa nokkru sinni áður viljað fá stuðning minn. Aldrei hefur neinn stuðningur áður þýtt jafn mikið, sem er mér heiður. Það þýðir sigur.“

Í viðtalinu við Bongino ítrekaði Trump, að hann sigraði í kosningunum 2020. Þegar Trump var spurður hvort „góðar bóluefnafréttir“ hefðu getað haft jákvæð áhrif á kosningarnar fyrir hann, þá svaraði hann: „Nei, ég vann kosningarnar hvort sem er. Ég fór í tvennar kosningar og vann báðar, eins og ég sé það – við sjáum til með þær þriðju.“

Demókratar hafa gengið of langt – eru að eyðileggja landið

Samkvæmt The Epoch Times hvetur Trump Repúblikana „að sýna hugrekki og halda áfram baráttunni gegn stefnu Demókrata.“ Trump segir „Við snúum dæminu við, það mun gerast. Demókratarnir hafa farið langt út fyrir mörkin. Þeir munu ekki komast upp með það. Við munum ekki leyfa þeim að komast upp með það. Þeir eru að eyðileggja landið okkar. Verið hugrökk. Þetta mun gerast, ég verð með ykkur.“

Orðin komu eftir fyrstu ræðu Joe Biden forseta Bandaríkjanna á þinginu 28. apríl þar sem forsetin tilkynnti um stórfelldar skattahækkanir og trilljarða dollara útgjöld í fjölskylduáætlun ríkisstjórnarinnar. Segja ýmsir repúblikanar stefnu forsetans vera sósíalíska stefnu sem eykur völd ríkisins á kostnað einstaklingsins.

Forsetinn hefur tekið upp dagskrá róttækra vinstri manna til að stjórna öllum þáttum í lífi þínu

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila