Trump ógnar glóbalismanum og því vill elítan hann alls ekki áfram sem forseta

Hallur Hallsson sagnfræðingur og blaðamaður

Trump er ógn við þann glóbalisma sem að undanförnu hefur verið að breiða úr sér og því geta þeir sem tilheyra elítunni ekki hugsað sér að hann verði áfram forseti Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar blaðamanns og sagnfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Hallur segir að vegna þess að elítan sætti geti hreinlega ekki sætt sig við mögulegan sigur Trumps hafi kosningabaráttan nú tekið á sig ansi skrautlega mynd

menn eiga von á því að það verði málaferli í kjölfar kosninganna ef Trump sigrar vegna þess að demókratar, Hillary og fleiri hátt settir þar eru búnir að boða það að þeir muni ekki sætta sig við slík úrslit“,segir Hallur.

Hann segir að andlát Ruth Bader Ginsburg Hæstaréttardómara gæti sett strik í reikninginn í kosningunum verði annar dómari ekki skipaður í hennar stað fyrir kosningarnar

 “ nú er það þannig að 8 dómarar skipa Hæstarétt, og ef ekki verður hægt að dæma um úrslit kosninganna með jöfnum atkvæðum dómara þá er svakaleg staða uppi, hver á þá að skera úr um lögmæti kosninganna?”

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila