Trump: „Pelósí er draumur Kína – hún gaf þeim ástæðu sem þeir hafa lengi leitað að“

Donald Trump var á enn einum af mörgum kosningafundum Repúblikanaflokksins núna fyrir helgi í Wisconsin. Að venju mætti fjölmenni í slíkum mæli sem demókratar geta bara látið sig dreyma um. Það vakti athygli, að Trump sagði, að Nancy Pelósí forseti fulltrúardeildarinnar hefði með áhættuför sinni til Taívan „gerst draumur Kína og gefið þeim ástæðu sem þeir höfðu lengi leitað að.“

Hér að neðan eru tilvitnanir teknar úr ræðu Donald Trumps fv. Bandaríkjaforseta og neðst á síðunni er myndband með allri ræðunni.

Hvað í ósköpunum var Pelósí að gera í Taívan?

„Þið vitið að við munum kjósa ótrúlegan lista með helstu repúblikönum í Bandaríkjunum röðuðum á kjörseðlinum og við ætlum að binda enda á starfsferil brjáluðu Nancy Pelosi. Hvað í ósköpunum var hún  að gera í Taívan? Hún var draumur Kína. Hún gaf þeim afsökun. Þeir hafa verið að leita að þessari afsökun. Allt sem hún snertir verður að…. þið vitið um þessar tveir misheppnuðu ákærur…“


Ef við förum ekki varlega munum við lenda í þriðju heimsstyrjöldinni

„Svo hvar stoppar þetta? Hvar endar þetta? Það stoppar líklega ekki, því þrátt fyrir aðrar utanaðkomandi hættur, þá erum við í miklum ytri hættum vegna Kína og Rússlands. Og ef við förum ekki varlega, munum við lenda í þriðju heimsstyrjöldinni.


Tölur allra kannana sýna yfirburði repúblikana í milliþingskosningunum

„Þau vilja skaða mig á allan mögulegan hátt. Þannig að ég geti ekki lengur verið fulltrúi harðvinnandi landsmanna. Miðað við tölur skoðanakannana verða þeir að fara að gera það, því við erum alls staðar leiðandi.“


Vilja að ég fari ofan í kjallarann eins og Biden

„Ef ég afneita trú minni, ef ég samþykkti að þegja, ef ég væri heima eða í kjallaranum mínum eins og Joe Biden gerði, myndi ofsóknin hætta samstundis. Það er þetta sem þeir vilja að ég geri.“


Bandaríkin hafa unnið marga sigra – m.a. sigrað fasismann og kommúnismann í tveimur heimsstyrjöldum

„Við erum afkomendur bandarískra stórhuga, sem sigldu um höfin, könnuðu álfuna, ræktuðu slétturnar og lögðu járnbrautaleiðir í villta vestrinu og byggðu hina ótrúlegu, fallegu og miklu skýjakljúfa, sigruðu háloftin, börðust í tveimur heimsstyrjöldum og sigruðu fasismann og kommúnismann, náðu tökum á geimflugi og gerðu Bandaríkin að einni mestu þjóð í sögu heimsins.“


Núna eru Bandaríkin þjóð í hnignum og mikilli afturför efnahagslífsins

„En núna erum við þjóð í hnignun. Við erum þjóð sem mistekst. Við erum þjóð sem líður mjög illa. Við erum þjóð sem er með mestu verðbólgu í meira en 40 ár og verðbréfamarkað, sem var að ljúka við versta fyrri árshelming síðan 1870.“


Nýi róttæki græni samningurinn mun leiða til endaloka okkar

„Þjóð vor er yfirtekin af hinum róttæka nýja græna samningi. Allir vita að nýi græni nýi samningurinn mun leiða til endaloka okkar.“


Skildum eftir látna hermenn í Afganistan

„Við erum þjóð sem gafst upp í Afganistan og skildu eftir látna hermenn, bandaríska ríkisborgara og 85 milljarða dala virði af besta herbúnaði í heiminum.“


Tjáningarfrelsið er ekki lengur leyft í Bandaríkjunum

„Við erum þjóð sem ekki hefur lengur frjálsa og sanngjarna miðla. Falsfréttir eru það eina sem við fáum og eru óvinir fólksins. Við erum þjóð þar sem tjáningarfrelsið er ekki lengur leyft, þar sem glæpir eru allsráðandi, þar sem hagkerfið er að hrynja, þar sem fleiri dóu úr Covid árið 2021 en árið 2020.“


Munum ekki leyfa körlum að keppa í kvennaíþróttum

„Við erum þjóð sem leyfir körlum að stunda kvennaíþróttir og drottna yfir liðum kvenna. Við munum halda karlmönnum burtu frá kvennaíþróttum.“


Versta verðbólgan í hálfa öld

„Biden hefur búið til verstu verðbólgu í 49 ár að lágmarki 9,1%. En verðbólgan er miklu hærri en það og fer hækkandi. Verðbólgan kostar fjölskyldur næstum $6.000 á ársgrundvelli.“


Frá eigin óháðri orkuafkomu í hlutverk orkubetlarans

„Í stað þess að vera stolt þjóð óháð öðrum með orku, eins og við vorum fyrir minna en tveimur árum þegar við vorum jafnvel orkuráðandi, þá betla Bandaríkin orku hjá öðrum í dag.“


Biden og róttæka vinstrið rífa niður allt

„Við erum í hlutverki betlarans og Biden og róttæka vinstrið hefur breytt stöðugleika í upplausn, hæfileikum í vangetu, skipulagi í stjórnleysi, velmegun í fátækt og öryggi í stórslys.“


Demókratar breyta engu

Ef þið viljið gera land vort að öruggum stað fyrir ofbeldisglæpamenn, kjósið þá róttæku demókratanna, því þeir munu engu breyta. Ef þið viljið gera landið öruggt fyrir fjölskyldurnar, börnin ykkar og löghlýðna Bandaríkjamenn, þá verðið þið að kjósa repúblikana.“


250 þúsund manns dóu í fyrra vegna eiturlyfjaneyslu

„Ég tel að við höfum tapað á síðasta ári, 250.000 manns dóu vegna ólöglegra eiturlyfja sem komu yfir landamærin.“


Börnin okkar eru í haldi marxískra kennara sem skortir jarðtengingu

„Það er kominn tími til að rífa endanlega og algjörlega niður þessa róttæku og vinstri spilltu menntunarhringi. Börnin okkar eru fangar marxíska kennara sem skortir jarðtengingu.“

Hlýða má á alla ræðuna hér að neðan

Deila