Ný frétt: Donald Trump forseti Bandaríkjanna sker upp herör gegn ritskoðun tæknirisanna á netinu

Donald Trump Bandaríkjaforseti með nýja, sérstaka forsetaskipun gegn ritskoðun netrisa á Internet. Mynd: Hvíta Húsið

Í nótt að íslenskum tíma kynnti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, nýja og sérstaka forsetaskipun til að koma í veg fyrir ritskoðun tæknifyrirtækja á netinu að meðtöldum félagsmiðlum. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að „tæknileg hlutdrægni er meiri háttar þrándur í götu lýðræðis. Hún ógnar frjálsum hugmyndasamskiptum og opinberri umræðu sem verndar frelsi meðborgaranna. Allir meðborgarar – frjálslyndir, íhaldssamir eða með aðrar skoðanir – eiga rétt á því að geta tjáð sig og vera meðhöndlaðir á sanngjarnan hátt á netinu”.
Hér eru nokkur helstu lykilatriði forsetaskipunarinnar: 

  • Afnema lagavernd skv. kafla 230 samskiptalaga hjá þeim fyrirtækjum sem íhlutast með ritskoðun, innihaldsbreytingum og vinna ekki í „góðri trú”
  • Fyrirskipun til viðskiptaráðuneytisins að senda Póst- og símamálastjórn (FCC) boð um að koma með skýrar reglur varðandi kafla 230 skv. stefnu Bandaríkjastjórnar
  • Stöðva milljóna dollara eyðslu á skattfé í auglýsingar ríkisstofnana á hlutdrægum félagsmiðlum
  • Tryggja að dómsmálaráðuneytið skoði yfir 16.000 kvartanir vegna stjórnmálalegrar ritskoðunar sem Hvíta húsið tók saman fyrir fund með fulltrúum félagsmiðla í fyrra
  • Virkja saksóknara fylkjanna – sem hafa víðtæk málaréttindi fyrir dómstólum og til verndar réttindum neytenda – til að tryggja að félagsmiðlar vinni ekki á ósanngjarnan eða afvegaleiðandi hátt með störfum sínum
  • Eru ríkislög og lista upp hvernig tæknimiðlar starfa á hlutdrægan hátt gegn sjónarmiðum sem þeir eru ósammála

Risa fyrirtækjasamsteypur sem meðhöndla bandaríska ríkisborgara á ósanngjarnan hátt geta ekki vænst sérstakra lagalegra forréttinda né verndunar. Með sérstakri fyrirskipun Bandaríkjaforseta Donald Trump í dag mun land okkar verða einu skrefi nær því að fá heiðarlega og sanngjarna opinbera umræðu.”

33 dæmi um hlutdrægni Twitter gegn skoðunum íhaldsmanna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila